Einfaldara líf með heimskan en þó nautsterkan farsíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira