Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 21:23 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru. Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru.
Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15
Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent