Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 21:23 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru. Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru.
Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15
Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20