Edda Björgvins greinir líkamstjáningu formannanna: „Þetta er alls ekki dónalega meint“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2017 21:45 Benedikt, Inga, Bjarni, Óttarr, Sigurður Helgi, Logi og Katrín eru klár í slaginn. Vísir/Eyþór „Lifandi skelfing væri gaman ef við fengjum fólk með sál og siðferðiskennd næst í stjórnmál,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Við fengum Eddu til þess að greina aðeins líkamsstöðu formannanna átta sem prýddu forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins. Hún segir augljóst að allir formennirnir hafi fengið einhver tilmæli um uppstillingar á myndum en þó þurfi sumir þeirra að bæta sig. „Þau eru allavega öll glaðbeitt í andliti en misbrosmild þó.“ „Óttarr er þarna alveg öryggið uppmálað. Þetta er nefnilega ein valdamesta stelling sem þú getur komið þér upp. Stellingin hans segir að hann sé öruggasti maður í heimi.“Óttarr ProppéVísir/Eyþór„Sigurður Ingi er í smá lokaðri stellingu. Þetta minnir örlítið á litla drenginn á Ósi sem var búinn að kúka í sig og brosti afskaplega afsakandi. Þannig er eiginlega svipurinn á honum, þetta er alls ekki dónalega meint.“Sigurður Ingi JóhannssonVísir/Eyþór„Helgi Hrafn er með þessa páfa- eða biskupastellingu með höndunum. Það næsta sem maður bíður eftir er að hann setji höndina upp og krossi yfir lýðinn. Svipurinn er líka biskupa- eða páfalegur, no mi ni fili padre eitthvað þannig.“Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Eyþór„Katrín er mjög maddömuleg með sínar krosslögðu hendur og hún er með mjög afvopnandi, geislandi bros eins og alltaf. Þetta bros lýsir karakternum hennar mjög vel, hún er bara svo háttvís og kurteis manneskja og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. En hún er svo skemmtilega maddömmuleg svolítið eins og hún sé með kökukeflið við höndina og eigi eftir að teigja sig í það, mjög afslöppuð staða.“Katrín JakobsdóttirVísir/Eyþór„Logi er dálítið eins og ljósmyndari hafi stillt honum upp, sagt „Viltu virka afslappaður? Þá skaltu hafa aðra höndina lausa og hina eins og hún sé á leið ofan í vasann og hafa fætur í afslappaðri stellingu.“ Það er eins og honum hafi hreinlega verið raðað upp, plönuð stelling.“Logi EinarssonVísir/Eyþór„Inga, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um hana. Mér dettur strax í hug Soffía frænka, ja fussum svei ja fussum svei. Það er bara eitthvað við þessa konu sem minnir mig á hana og þessi mynd bregst heldur ekkert, ég fæ alltaf Kardimommubæjinn upp í hugan svolítið.“Inga SælandVísir/Eyþór„Benedikt er eins og honum hafi verið sagt að vera krútt. Ég er að velta fyrir mér, hvaða skilaboð viltu senda þjóðinni, krútt getur maður ímyndað sér að hann hafi sagt.“Benedikt JóhannessonVísir/Eyþór„Bjarni er með hendur í vösum. Í tjáningu lærir maður að það gerir maður ekki. Menn setja ekki báðar hendur í vasa ef þeir vilja að fólk trúi sér. Hendur í vösum senda frá sér skilaboðin, ég nenni ekki að tala við ykkur. Svipurinn hans gefur þó til kynna meiri opnun en líkamsstaðan.“Bjarni BenediktssonVísir/Eyþór En hver stóð sig best í þessari myndatöku? „Glæsileg staða Óttarrs og klæðaburður og svo Katrín því hún er sú eina sem manni finnst vera þarna eins og 100 prósent manneskja af holdi og blóði.“Hver þarf að bæta sig aðeins? „Ég myndi segja Sigurði Inga að losa bindið aðeins pínulítið og hneppa frá jakkanum. Þetta eru gömlu Framsóknarskilaboðin og svona er hann birtingarmynd þess, með svona hert í hálsinn og of þröngur jakki. Ég er alls ekkert að gagnrýna fötin, þetta eru bara þau skilaboð sem ég er að lesa út úr þessu.“Einhver ráð fyrir alla frambjóðendur fyrir myndatökurnar framundan?„Það eina sem ég myndi forðast er svona gervivaldsmannsalvörusvipur og þau virðast bara öll vera búin að ná því, það hefur einhver sagt þeim til þar.“ Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Lifandi skelfing væri gaman ef við fengjum fólk með sál og siðferðiskennd næst í stjórnmál,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Við fengum Eddu til þess að greina aðeins líkamsstöðu formannanna átta sem prýddu forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins. Hún segir augljóst að allir formennirnir hafi fengið einhver tilmæli um uppstillingar á myndum en þó þurfi sumir þeirra að bæta sig. „Þau eru allavega öll glaðbeitt í andliti en misbrosmild þó.“ „Óttarr er þarna alveg öryggið uppmálað. Þetta er nefnilega ein valdamesta stelling sem þú getur komið þér upp. Stellingin hans segir að hann sé öruggasti maður í heimi.“Óttarr ProppéVísir/Eyþór„Sigurður Ingi er í smá lokaðri stellingu. Þetta minnir örlítið á litla drenginn á Ósi sem var búinn að kúka í sig og brosti afskaplega afsakandi. Þannig er eiginlega svipurinn á honum, þetta er alls ekki dónalega meint.“Sigurður Ingi JóhannssonVísir/Eyþór„Helgi Hrafn er með þessa páfa- eða biskupastellingu með höndunum. Það næsta sem maður bíður eftir er að hann setji höndina upp og krossi yfir lýðinn. Svipurinn er líka biskupa- eða páfalegur, no mi ni fili padre eitthvað þannig.“Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Eyþór„Katrín er mjög maddömuleg með sínar krosslögðu hendur og hún er með mjög afvopnandi, geislandi bros eins og alltaf. Þetta bros lýsir karakternum hennar mjög vel, hún er bara svo háttvís og kurteis manneskja og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. En hún er svo skemmtilega maddömmuleg svolítið eins og hún sé með kökukeflið við höndina og eigi eftir að teigja sig í það, mjög afslöppuð staða.“Katrín JakobsdóttirVísir/Eyþór„Logi er dálítið eins og ljósmyndari hafi stillt honum upp, sagt „Viltu virka afslappaður? Þá skaltu hafa aðra höndina lausa og hina eins og hún sé á leið ofan í vasann og hafa fætur í afslappaðri stellingu.“ Það er eins og honum hafi hreinlega verið raðað upp, plönuð stelling.“Logi EinarssonVísir/Eyþór„Inga, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um hana. Mér dettur strax í hug Soffía frænka, ja fussum svei ja fussum svei. Það er bara eitthvað við þessa konu sem minnir mig á hana og þessi mynd bregst heldur ekkert, ég fæ alltaf Kardimommubæjinn upp í hugan svolítið.“Inga SælandVísir/Eyþór„Benedikt er eins og honum hafi verið sagt að vera krútt. Ég er að velta fyrir mér, hvaða skilaboð viltu senda þjóðinni, krútt getur maður ímyndað sér að hann hafi sagt.“Benedikt JóhannessonVísir/Eyþór„Bjarni er með hendur í vösum. Í tjáningu lærir maður að það gerir maður ekki. Menn setja ekki báðar hendur í vasa ef þeir vilja að fólk trúi sér. Hendur í vösum senda frá sér skilaboðin, ég nenni ekki að tala við ykkur. Svipurinn hans gefur þó til kynna meiri opnun en líkamsstaðan.“Bjarni BenediktssonVísir/Eyþór En hver stóð sig best í þessari myndatöku? „Glæsileg staða Óttarrs og klæðaburður og svo Katrín því hún er sú eina sem manni finnst vera þarna eins og 100 prósent manneskja af holdi og blóði.“Hver þarf að bæta sig aðeins? „Ég myndi segja Sigurði Inga að losa bindið aðeins pínulítið og hneppa frá jakkanum. Þetta eru gömlu Framsóknarskilaboðin og svona er hann birtingarmynd þess, með svona hert í hálsinn og of þröngur jakki. Ég er alls ekkert að gagnrýna fötin, þetta eru bara þau skilaboð sem ég er að lesa út úr þessu.“Einhver ráð fyrir alla frambjóðendur fyrir myndatökurnar framundan?„Það eina sem ég myndi forðast er svona gervivaldsmannsalvörusvipur og þau virðast bara öll vera búin að ná því, það hefur einhver sagt þeim til þar.“
Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira