Nýtt lag og myndband um píkur Guðný Hrönn skrifar 1. nóvember 2017 13:45 Anna Tara segir myndbandið vera krassandi. Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna. Kynjajafnrétti er Önnu Töru hugleikið og það veitir henni innblástur í listsköpun. „Ætli það væri ekki einhvers konar mælikvarði á jafnrétti ef konum þætti eins sjálfsagt að taka myndir af píkunum sínum og senda á netinu eins og körlum. Þá væri jafnrétti kannski náð en við erum langt frá því.“ Spurð nánar út í lagið segir Anna Tara: „Lagið Pussypics byrjar á línunni: „I wish my pussy was my face to make the world a better place“. Ég samdi textann og rappa í laginu og Solveig Pálsdóttir sem er með mér í Reykjavíkurdætrum syngur í laginu með mér. Thorbjörn Einar Guðmundsson gerði svo taktinn og Bjarki Hallbergs hljóðblandaði en þeir eru betur þekktir undir nafninu BLKPRTY.“ Laginu fylgir svo myndband. „Ég var svo heppin að finna eitt hugrakkt módel sem vill að vísu vera nafnlaust. Myndbandið við lagið er ein píka nánast allan tímann. Maður veltir fyrir sér hvernig sé hægt að gera myndband úr einni píku en ég komst að því að það er vel hægt ef maður „zoomar“ inn nógu oft,“ segir hún og hlær. Þess má geta að myndbandið verður gefið út á vimeo.com. „Ég hugsa að það verði tekið út af YouTube. Og að lokum vil ég segja að öll gagnrýni þarf að beinast að mér, ekki hljómsveitinni í heild, ég er ein ábyrg fyrir þessu.“Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af Vimeo. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna. Kynjajafnrétti er Önnu Töru hugleikið og það veitir henni innblástur í listsköpun. „Ætli það væri ekki einhvers konar mælikvarði á jafnrétti ef konum þætti eins sjálfsagt að taka myndir af píkunum sínum og senda á netinu eins og körlum. Þá væri jafnrétti kannski náð en við erum langt frá því.“ Spurð nánar út í lagið segir Anna Tara: „Lagið Pussypics byrjar á línunni: „I wish my pussy was my face to make the world a better place“. Ég samdi textann og rappa í laginu og Solveig Pálsdóttir sem er með mér í Reykjavíkurdætrum syngur í laginu með mér. Thorbjörn Einar Guðmundsson gerði svo taktinn og Bjarki Hallbergs hljóðblandaði en þeir eru betur þekktir undir nafninu BLKPRTY.“ Laginu fylgir svo myndband. „Ég var svo heppin að finna eitt hugrakkt módel sem vill að vísu vera nafnlaust. Myndbandið við lagið er ein píka nánast allan tímann. Maður veltir fyrir sér hvernig sé hægt að gera myndband úr einni píku en ég komst að því að það er vel hægt ef maður „zoomar“ inn nógu oft,“ segir hún og hlær. Þess má geta að myndbandið verður gefið út á vimeo.com. „Ég hugsa að það verði tekið út af YouTube. Og að lokum vil ég segja að öll gagnrýni þarf að beinast að mér, ekki hljómsveitinni í heild, ég er ein ábyrg fyrir þessu.“Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af Vimeo.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira