Líklegt að Alþingi komi saman innan hálfs mánaðar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 20:00 Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir um hálfan mánuð hvort sem búið verður að mynda ríkisstjórn eða ekki. Starfandi forseti Alþingis er bjartsýnn á að vel takist til með afgreiðslu mála enda sé þingið í æfingu frá því í fyrra. Staðan á Alþingi núna er svipuð og hún var eftir alþingiskosningarnar í fyrra. En þá kom þing saman hinn 6. desember til að afgreiða fjárlög. Nú liggja hins vegar fleiri mál en bara fjárlög fyrir þinginu. Formenn þeirra átta þingflokka komu saman til fundar með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í dag til að ræða þingstörfin framundan. En aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar. Það bíður heilmikið verkefni þingflokksformannanna. Sem snýr að samningum þeirra í millum um skipan í nefndir og ráð þegar þingið er að koma sér af stað. Það þarf að kjósa hér forseta og forsætisnefnd. Velja í fastanefndir og alþjóðanefndir,“ segir Steingrímur. Þá þurfi helst að ná samkomulagi um forystu í þingnefndum og hlutdeild stjórnarandstöðu í þeim efnum, hver sem hún verði. Það geti vel farið svo að þing komi saman áður en búið verði að mynda ríkisstjórn og því verði bráðabirgðaástand að byggja á samkomulagi flokkanna.Aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar.Skjáskot/Stöð2Finnst þér líklegt að þing komi saman eitthvað fyrr nú en síðast?„Við ræddum þetta auðvitað og almennt var hljóð í mönnum þannig að þetta hafi verið full knapt í fyrra. Það er seinnilegt að það bíði heldur meiri verkefni núna. Viðbótarmál sem eru tengd áramótum. Ekki bara fjárlagafrumvarp og fjáraukalög tengdir hlutir,“ segir Steingrímur. Vísar Steingrímur þar til samkomulags flokka fyrir kosningar um að afgreiða frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót. Hann muni ræða þetta við formenn flokkanna í næstu viku. „Ég er tiltölulega bjartsýnn á að þetta takist vel. Þingið stóðst prófið í fyrra með ágætum. Það gerði það sem þurfti að gera. Án þess að komin væri ríkisstjórn eða sérstakur meirihluti. Þannig að við erum í æfingu og ef til þess kemur þá treysti ég því að það myndi líka ganga vel núna. En að sjálfsögðu vonast menn eftir því að komnar verði hreinar línur í þetta fyrir þingsetningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir um hálfan mánuð hvort sem búið verður að mynda ríkisstjórn eða ekki. Starfandi forseti Alþingis er bjartsýnn á að vel takist til með afgreiðslu mála enda sé þingið í æfingu frá því í fyrra. Staðan á Alþingi núna er svipuð og hún var eftir alþingiskosningarnar í fyrra. En þá kom þing saman hinn 6. desember til að afgreiða fjárlög. Nú liggja hins vegar fleiri mál en bara fjárlög fyrir þinginu. Formenn þeirra átta þingflokka komu saman til fundar með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í dag til að ræða þingstörfin framundan. En aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar. Það bíður heilmikið verkefni þingflokksformannanna. Sem snýr að samningum þeirra í millum um skipan í nefndir og ráð þegar þingið er að koma sér af stað. Það þarf að kjósa hér forseta og forsætisnefnd. Velja í fastanefndir og alþjóðanefndir,“ segir Steingrímur. Þá þurfi helst að ná samkomulagi um forystu í þingnefndum og hlutdeild stjórnarandstöðu í þeim efnum, hver sem hún verði. Það geti vel farið svo að þing komi saman áður en búið verði að mynda ríkisstjórn og því verði bráðabirgðaástand að byggja á samkomulagi flokkanna.Aldursforseti hverju sinni gegnir embætti forseta Alþingis þar til myndaður hefur verið meirihluti þar.Skjáskot/Stöð2Finnst þér líklegt að þing komi saman eitthvað fyrr nú en síðast?„Við ræddum þetta auðvitað og almennt var hljóð í mönnum þannig að þetta hafi verið full knapt í fyrra. Það er seinnilegt að það bíði heldur meiri verkefni núna. Viðbótarmál sem eru tengd áramótum. Ekki bara fjárlagafrumvarp og fjáraukalög tengdir hlutir,“ segir Steingrímur. Vísar Steingrímur þar til samkomulags flokka fyrir kosningar um að afgreiða frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót. Hann muni ræða þetta við formenn flokkanna í næstu viku. „Ég er tiltölulega bjartsýnn á að þetta takist vel. Þingið stóðst prófið í fyrra með ágætum. Það gerði það sem þurfti að gera. Án þess að komin væri ríkisstjórn eða sérstakur meirihluti. Þannig að við erum í æfingu og ef til þess kemur þá treysti ég því að það myndi líka ganga vel núna. En að sjálfsögðu vonast menn eftir því að komnar verði hreinar línur í þetta fyrir þingsetningu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira