Íslensk kjötsúpa í norskri vegasjoppu Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Spisekroken eða Matkrókurinn er í smábænum Jessheim. Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum. Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum.
Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira