Ýmsir hugsi yfir úthringingum forystunnar í flokksráðsmenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Landsfundur VG var haldinn í október skömmu fyrir kosningar þegar fylgi flokksins var á flugi. vísir/Ernir Nokkurs titrings gætir í flokksráði Vinstri grænna, sem samþykkja þarf málefnasamning væntanlegrar ríkisstjórnar í samræmi við lög flokksins. Fréttablaðið ræddi við nokkra flokksráðsmenn um viðræðurnar og andrúmsloftið í flokknum. Mjög skiptar skoðanir eru meðal flokksmanna um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Margir eru vonsviknir; treysta forystunni fullkomlega en skilja ekki þetta skref. Þá hafa fulltrúar í flokksráðinu tekið úthringingum frá þingmönnum, fyrrverandi ráðherrum og öðru forystufólki í Vinstri grænum með misjöfnum hætti og nokkrir fundið fyrir þrýstingi. Aðrir segjast ekki hafa upplifað símtöl forystunnar sem þrýsting heldur talið að menn vildu aðeins ræða við baklandið, heyra afstöðu manna og taka stöðuna. Yfir hundrað manns eiga sæti í flokksráði Vinstri grænna. Í ráðinu eiga sæti þingmenn flokksins og fulltrúar hans í sveitarstjórnum um allt land, auk fulltrúa aðildarfélaga og svæðafélaga. Þá eru fjörutíu fulltrúar í ráðinu kosnir á landsfundi flokksins. Viðhorf innan flokksins til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn hafa þó lengi verið blendin eins og skoðanakannanir bæði fyrir og eftir nýafstaðnar kosningar hafa sýnt. „Stór hluti ungliðahreyfingarinnar er mótfallinn samstarfi við þessa flokka,“ segir Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður UVG. Hún segist þó ekki vita til þess að einhverjir hafi sagt sig úr hreyfingunni. „En ég veit um einhverja sem vilja segja sig úr VG en vera áfram í UVG, enda er UVG sjálfstæð hreyfing.“ Gyða segir þó ákveðinn vanda fylgja því. „Þá erum við komin í þann vanda að geta ekki haft jafn mikil áhrif innan móðurhreyfingarinnar enda værum við þá að kúpla okkur út úr innra starfinu að einhverju leyti, segir Gyða og bætir við; „Við þurfum svolítið að bíða og sjá hvað verður. Við vitum ekki hvernig samningurinn verður, hvort hann verður samþykktur og hvort flokkurinn fer yfirhöfuð í ríkisstjórn.“ Auk flokksmanna úr ungliðahreyfingunni, sem eru hvað neikvæðastir um stjórnarsamstarfið, er töluverð andstaða úr hópi elstu félagsmanna flokksins. Flokksmenn af höfuðborgarsvæðinu eru einnig frekar neikvæðari en landsbyggðarfólk flokksins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins veldur það nokkrum áhyggjum að stuðningur við stjórnarsamstarfið sé mestur meðal þeirra sem eru síst líklegir til að skila sér til Reykjavíkur á flokksráðsfund. Flokksráðið er þríklofið í afstöðu sinni til viðræðna flokksins. Sumir eru mjög jákvæðir fyrir stjórnarsamstarfi en aðrir eru þvert á móti og vilja undir engum kringumstæðum að flokkurinn fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá eru þeir sem eru efins um samstarf en vilja þó bíða og sjá hvað kemur út úr viðræðum. Af samtölum Fréttablaðsins við flokksráðsmenn eru margir í síðast talda hópnum. Flestir viðmælenda blaðsins telja þó að málefnasamningur verði samþykktur ef til þess kemur að samningar náist meðal flokkanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Nokkurs titrings gætir í flokksráði Vinstri grænna, sem samþykkja þarf málefnasamning væntanlegrar ríkisstjórnar í samræmi við lög flokksins. Fréttablaðið ræddi við nokkra flokksráðsmenn um viðræðurnar og andrúmsloftið í flokknum. Mjög skiptar skoðanir eru meðal flokksmanna um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Margir eru vonsviknir; treysta forystunni fullkomlega en skilja ekki þetta skref. Þá hafa fulltrúar í flokksráðinu tekið úthringingum frá þingmönnum, fyrrverandi ráðherrum og öðru forystufólki í Vinstri grænum með misjöfnum hætti og nokkrir fundið fyrir þrýstingi. Aðrir segjast ekki hafa upplifað símtöl forystunnar sem þrýsting heldur talið að menn vildu aðeins ræða við baklandið, heyra afstöðu manna og taka stöðuna. Yfir hundrað manns eiga sæti í flokksráði Vinstri grænna. Í ráðinu eiga sæti þingmenn flokksins og fulltrúar hans í sveitarstjórnum um allt land, auk fulltrúa aðildarfélaga og svæðafélaga. Þá eru fjörutíu fulltrúar í ráðinu kosnir á landsfundi flokksins. Viðhorf innan flokksins til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn hafa þó lengi verið blendin eins og skoðanakannanir bæði fyrir og eftir nýafstaðnar kosningar hafa sýnt. „Stór hluti ungliðahreyfingarinnar er mótfallinn samstarfi við þessa flokka,“ segir Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður UVG. Hún segist þó ekki vita til þess að einhverjir hafi sagt sig úr hreyfingunni. „En ég veit um einhverja sem vilja segja sig úr VG en vera áfram í UVG, enda er UVG sjálfstæð hreyfing.“ Gyða segir þó ákveðinn vanda fylgja því. „Þá erum við komin í þann vanda að geta ekki haft jafn mikil áhrif innan móðurhreyfingarinnar enda værum við þá að kúpla okkur út úr innra starfinu að einhverju leyti, segir Gyða og bætir við; „Við þurfum svolítið að bíða og sjá hvað verður. Við vitum ekki hvernig samningurinn verður, hvort hann verður samþykktur og hvort flokkurinn fer yfirhöfuð í ríkisstjórn.“ Auk flokksmanna úr ungliðahreyfingunni, sem eru hvað neikvæðastir um stjórnarsamstarfið, er töluverð andstaða úr hópi elstu félagsmanna flokksins. Flokksmenn af höfuðborgarsvæðinu eru einnig frekar neikvæðari en landsbyggðarfólk flokksins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins veldur það nokkrum áhyggjum að stuðningur við stjórnarsamstarfið sé mestur meðal þeirra sem eru síst líklegir til að skila sér til Reykjavíkur á flokksráðsfund. Flokksráðið er þríklofið í afstöðu sinni til viðræðna flokksins. Sumir eru mjög jákvæðir fyrir stjórnarsamstarfi en aðrir eru þvert á móti og vilja undir engum kringumstæðum að flokkurinn fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá eru þeir sem eru efins um samstarf en vilja þó bíða og sjá hvað kemur út úr viðræðum. Af samtölum Fréttablaðsins við flokksráðsmenn eru margir í síðast talda hópnum. Flestir viðmælenda blaðsins telja þó að málefnasamningur verði samþykktur ef til þess kemur að samningar náist meðal flokkanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira