Ýmsir hugsi yfir úthringingum forystunnar í flokksráðsmenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Landsfundur VG var haldinn í október skömmu fyrir kosningar þegar fylgi flokksins var á flugi. vísir/Ernir Nokkurs titrings gætir í flokksráði Vinstri grænna, sem samþykkja þarf málefnasamning væntanlegrar ríkisstjórnar í samræmi við lög flokksins. Fréttablaðið ræddi við nokkra flokksráðsmenn um viðræðurnar og andrúmsloftið í flokknum. Mjög skiptar skoðanir eru meðal flokksmanna um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Margir eru vonsviknir; treysta forystunni fullkomlega en skilja ekki þetta skref. Þá hafa fulltrúar í flokksráðinu tekið úthringingum frá þingmönnum, fyrrverandi ráðherrum og öðru forystufólki í Vinstri grænum með misjöfnum hætti og nokkrir fundið fyrir þrýstingi. Aðrir segjast ekki hafa upplifað símtöl forystunnar sem þrýsting heldur talið að menn vildu aðeins ræða við baklandið, heyra afstöðu manna og taka stöðuna. Yfir hundrað manns eiga sæti í flokksráði Vinstri grænna. Í ráðinu eiga sæti þingmenn flokksins og fulltrúar hans í sveitarstjórnum um allt land, auk fulltrúa aðildarfélaga og svæðafélaga. Þá eru fjörutíu fulltrúar í ráðinu kosnir á landsfundi flokksins. Viðhorf innan flokksins til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn hafa þó lengi verið blendin eins og skoðanakannanir bæði fyrir og eftir nýafstaðnar kosningar hafa sýnt. „Stór hluti ungliðahreyfingarinnar er mótfallinn samstarfi við þessa flokka,“ segir Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður UVG. Hún segist þó ekki vita til þess að einhverjir hafi sagt sig úr hreyfingunni. „En ég veit um einhverja sem vilja segja sig úr VG en vera áfram í UVG, enda er UVG sjálfstæð hreyfing.“ Gyða segir þó ákveðinn vanda fylgja því. „Þá erum við komin í þann vanda að geta ekki haft jafn mikil áhrif innan móðurhreyfingarinnar enda værum við þá að kúpla okkur út úr innra starfinu að einhverju leyti, segir Gyða og bætir við; „Við þurfum svolítið að bíða og sjá hvað verður. Við vitum ekki hvernig samningurinn verður, hvort hann verður samþykktur og hvort flokkurinn fer yfirhöfuð í ríkisstjórn.“ Auk flokksmanna úr ungliðahreyfingunni, sem eru hvað neikvæðastir um stjórnarsamstarfið, er töluverð andstaða úr hópi elstu félagsmanna flokksins. Flokksmenn af höfuðborgarsvæðinu eru einnig frekar neikvæðari en landsbyggðarfólk flokksins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins veldur það nokkrum áhyggjum að stuðningur við stjórnarsamstarfið sé mestur meðal þeirra sem eru síst líklegir til að skila sér til Reykjavíkur á flokksráðsfund. Flokksráðið er þríklofið í afstöðu sinni til viðræðna flokksins. Sumir eru mjög jákvæðir fyrir stjórnarsamstarfi en aðrir eru þvert á móti og vilja undir engum kringumstæðum að flokkurinn fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá eru þeir sem eru efins um samstarf en vilja þó bíða og sjá hvað kemur út úr viðræðum. Af samtölum Fréttablaðsins við flokksráðsmenn eru margir í síðast talda hópnum. Flestir viðmælenda blaðsins telja þó að málefnasamningur verði samþykktur ef til þess kemur að samningar náist meðal flokkanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nokkurs titrings gætir í flokksráði Vinstri grænna, sem samþykkja þarf málefnasamning væntanlegrar ríkisstjórnar í samræmi við lög flokksins. Fréttablaðið ræddi við nokkra flokksráðsmenn um viðræðurnar og andrúmsloftið í flokknum. Mjög skiptar skoðanir eru meðal flokksmanna um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Margir eru vonsviknir; treysta forystunni fullkomlega en skilja ekki þetta skref. Þá hafa fulltrúar í flokksráðinu tekið úthringingum frá þingmönnum, fyrrverandi ráðherrum og öðru forystufólki í Vinstri grænum með misjöfnum hætti og nokkrir fundið fyrir þrýstingi. Aðrir segjast ekki hafa upplifað símtöl forystunnar sem þrýsting heldur talið að menn vildu aðeins ræða við baklandið, heyra afstöðu manna og taka stöðuna. Yfir hundrað manns eiga sæti í flokksráði Vinstri grænna. Í ráðinu eiga sæti þingmenn flokksins og fulltrúar hans í sveitarstjórnum um allt land, auk fulltrúa aðildarfélaga og svæðafélaga. Þá eru fjörutíu fulltrúar í ráðinu kosnir á landsfundi flokksins. Viðhorf innan flokksins til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn hafa þó lengi verið blendin eins og skoðanakannanir bæði fyrir og eftir nýafstaðnar kosningar hafa sýnt. „Stór hluti ungliðahreyfingarinnar er mótfallinn samstarfi við þessa flokka,“ segir Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður UVG. Hún segist þó ekki vita til þess að einhverjir hafi sagt sig úr hreyfingunni. „En ég veit um einhverja sem vilja segja sig úr VG en vera áfram í UVG, enda er UVG sjálfstæð hreyfing.“ Gyða segir þó ákveðinn vanda fylgja því. „Þá erum við komin í þann vanda að geta ekki haft jafn mikil áhrif innan móðurhreyfingarinnar enda værum við þá að kúpla okkur út úr innra starfinu að einhverju leyti, segir Gyða og bætir við; „Við þurfum svolítið að bíða og sjá hvað verður. Við vitum ekki hvernig samningurinn verður, hvort hann verður samþykktur og hvort flokkurinn fer yfirhöfuð í ríkisstjórn.“ Auk flokksmanna úr ungliðahreyfingunni, sem eru hvað neikvæðastir um stjórnarsamstarfið, er töluverð andstaða úr hópi elstu félagsmanna flokksins. Flokksmenn af höfuðborgarsvæðinu eru einnig frekar neikvæðari en landsbyggðarfólk flokksins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins veldur það nokkrum áhyggjum að stuðningur við stjórnarsamstarfið sé mestur meðal þeirra sem eru síst líklegir til að skila sér til Reykjavíkur á flokksráðsfund. Flokksráðið er þríklofið í afstöðu sinni til viðræðna flokksins. Sumir eru mjög jákvæðir fyrir stjórnarsamstarfi en aðrir eru þvert á móti og vilja undir engum kringumstæðum að flokkurinn fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá eru þeir sem eru efins um samstarf en vilja þó bíða og sjá hvað kemur út úr viðræðum. Af samtölum Fréttablaðsins við flokksráðsmenn eru margir í síðast talda hópnum. Flestir viðmælenda blaðsins telja þó að málefnasamningur verði samþykktur ef til þess kemur að samningar náist meðal flokkanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira