Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 13:45 Halldór Björnsson er doktor í haf- og veðurfræðum og starfar hjá Veðurstofu Íslands. Vísir Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands, er einn þeirra sem koma að gerð íslensku skýrslunnar en í liðinni viku var ný skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunar um áhrif lofstlagsbreytinga í heiminum árið 2016 kynnt. Í henni var greint frá fordæmalausri hlýnun um heim allan, litlum ís bæði á Norður-og Suðurpólnum sem og hækkun yfirborðs sjávar. Jafnframt kom fram í skýrslunni að þessar miklu breytingar um allan heim setji vísindamönnum takmörk þegar kemur að skilningi á loftslagi Jarðarinnar; heimurinn sé í raun ókannað svæði. En hvað þýðir þetta? Er til dæmis orðið erfiðara fyrir vísindamenn að spá í veðrið? „Nei, það er ekki orðið erfiðara að spá fyrir um veðrið í sjálfu sér, það nær að fylgja þessu. Vandinn er hins vegar sá að gamla tölfræðin á ekki lengur við og það má nefna svo mörg dæmi um það. Besta dæmið er hafíssveiflan hér fyrir norðan okkur sem er orðin gjörólík því sem hún var,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Einn ísbjörn á Norðurpólnum þar sem ís hefur bráðnað mun hraðar en áður síðustu ár.vísir/gettyHafísinn minnkað um 50 Íslönd Halldór segir að hafíssveiflan hafi verið tiltölulega stöðug framan en eftir aldamótin fóru mjög miklar breytingar að sjást. „Það hafa komið nokkur ár þar sem það er mjög lítill hafís, minnst árið 2012 sem var alveg ótrúlega lítið. Það var þannig áður fyrr að lágmarkið var kannski nálægt því að vera 80-föld stærð Íslands af hafís en svo hefur hann núna farið lægst í 30-falda stærð landsins. Það munar því 50 Íslöndum þar á og svona hlutir eru mjög augljósir og mjög mörg dæmi sem hægt er að taka,“ segir Halldór. Þá er bráðnun jökla hér á landi líka mjög gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga en bæði vísindamenn á Veðurstofunni og við Háskóla Íslands sem fylgjast með þeim sjá að jöklarnir hopa alltaf meira og meira. „Þeir byrja að hopa í upphafi síðustu aldar en síðan fara þeir aftur að ganga fram um miðbik aldarinnar. Eftir 1980 þá eru þeir allir að hopa meira eða minna og árið 2015 var fyrsta árið í tvo áratugi þar sem allir jöklarnir töpuðu ekki massa, það er að segja Hofsjökull tapaði ekki massa. Það var búið að vera þannig að þessir jöklar hafa verið að tapa massa samfellt í tvo áratugi, svo kemur eitt ár þar sem þetta snýst við en strax árið eftir eru þeir aftur allir farnir að tapa massa,“ segir Halldór. Meðal þeirra áhrifa sem bráðnun jökla hefur er landris sem er hvað mest á suðausturlandi í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Halldór segir að hraði landrissins sé svo mikill þar að hækkun yfirborðs sjávar mun ekki ná að halda í við það en landrisið verður þegar jöklarnir bráðna og létta farginu þannig af jarðskorpinu. Landrisið nær hins vegar ekki til Reykjavíkur heldur segir Halldór að áhrif þess virðist hverfa við Vestmannaeyjar.Frá snjódeginum mikla í febrúar síðastliðnum.vísir/gva„Mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni“ Eitt af því sem nefnt er í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar eru öfgar í veðurfari sem alltaf sést meira af í heiminum. Aðspurður hvort einhver dæmi sé hægt að nefna um öfga í veðurfari hér á landi sem tengja má við loftslagsbreytingar segir Halldór: „Við vitum að það eru langtímasveiflur til dæmis í stormatíðni þannig að það þegar við segjum að það hafi verið óvenjumiklir stormar hér, eins og til dæmis í fyrra, þá getur maður litið nokkra áratugi aftur í tímann og fundið álíka tímabil. Það eru mjög miklar öfgar í veðri á Íslandi og það er þá helst að við myndum sjá breytingar í tíðni einhverra veðuröfga en við erum enn sem komið er ekki að sjá slíkt. Það er mjög mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni.“ Mörgum er eflaust í fersku minni snjódagurinn mikli á suðvesturhorninu þann 26. febrúar síðastliðinn en klukkan 9 þann dag mældist 51 sentimetra snjódýpt í Reykjavík og hafði aldrei mælst meiri í febrúar. Blaðamanni Vísis leikur forvitni á að vita hvort þessar öfgar í veðurfari megi rekja til loftslagsbreytinga. Halldór segir að það þurfi alltaf dálitla tilviljun til að svona geti gerst en tilfellið sé þó það að aftaka úrkoma er mjög vel skráð um allan heim og menn eru farnir að sjá fleiri og fleiri dæmi um það. „Það passar við það að lofthjúpurinn er rakari nú en áður og það er vegna loftslagsbreytinga,“ segir Halldór.Frá ylströndinni í Nauthólsvík síðasta sumar þegar veðrið lék oftar en ekki við höfuðborgarbúa.Vísir/anton brinkEngin ein þjóð getur leyst þetta ein Varðandi hækkað hitastig hér á landi segir Halldór að það séu einnig langtímasveiflur í hitafari hér á landi en ef litið sé yfir nógu langt tímabil þá hækkar hitastig hér á landi í takt við hlýnun Jarðar almennt. „Við skerum okkur ekki úr beint þannig heldur skerum við okkur úr varðandi það hvað það eru stórar sveiflur hér frá áratugi til áratugs. Sum ár hér gerist voða lítið og svo kemur þetta mjög hratt í nokkur ár. Upp úr 1965, 1975 er farin af stað mjög eindregin hlýnun í heiminum á meðan að hér á Íslandi byrjar ekkert að hlýna fyrr en upp úr 1980, síðan frekar ákaft rétt um aldamótin og svo hefur aðeins hægt á því,“ segir Halldór og bætir við: „Við erum að hreyfast eins og heimurinn í heild sinni en við erum dálítið úr takt því hér eru langtímasveiflur fram og til baka frá áratugi til áratugs.“ En er eitthvað sem við Íslendingar getum gert? Halldór segir að hlýnun hér á landi sé ekki bara vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Um hnattrænt vandamál sé að ræða. „Það besta sem við getum gert er að beita okkur í alþjóðasamfélaginu til að það séu gerðir raunhæfir samningar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og við getum síðan gengið á undan með góðu fordæmi þannig að það sé dregið úr losun. En það er í raun þannig að það getur engin þjóð leyst þetta ein.“ Tengdar fréttir Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands, er einn þeirra sem koma að gerð íslensku skýrslunnar en í liðinni viku var ný skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunar um áhrif lofstlagsbreytinga í heiminum árið 2016 kynnt. Í henni var greint frá fordæmalausri hlýnun um heim allan, litlum ís bæði á Norður-og Suðurpólnum sem og hækkun yfirborðs sjávar. Jafnframt kom fram í skýrslunni að þessar miklu breytingar um allan heim setji vísindamönnum takmörk þegar kemur að skilningi á loftslagi Jarðarinnar; heimurinn sé í raun ókannað svæði. En hvað þýðir þetta? Er til dæmis orðið erfiðara fyrir vísindamenn að spá í veðrið? „Nei, það er ekki orðið erfiðara að spá fyrir um veðrið í sjálfu sér, það nær að fylgja þessu. Vandinn er hins vegar sá að gamla tölfræðin á ekki lengur við og það má nefna svo mörg dæmi um það. Besta dæmið er hafíssveiflan hér fyrir norðan okkur sem er orðin gjörólík því sem hún var,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Einn ísbjörn á Norðurpólnum þar sem ís hefur bráðnað mun hraðar en áður síðustu ár.vísir/gettyHafísinn minnkað um 50 Íslönd Halldór segir að hafíssveiflan hafi verið tiltölulega stöðug framan en eftir aldamótin fóru mjög miklar breytingar að sjást. „Það hafa komið nokkur ár þar sem það er mjög lítill hafís, minnst árið 2012 sem var alveg ótrúlega lítið. Það var þannig áður fyrr að lágmarkið var kannski nálægt því að vera 80-föld stærð Íslands af hafís en svo hefur hann núna farið lægst í 30-falda stærð landsins. Það munar því 50 Íslöndum þar á og svona hlutir eru mjög augljósir og mjög mörg dæmi sem hægt er að taka,“ segir Halldór. Þá er bráðnun jökla hér á landi líka mjög gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga en bæði vísindamenn á Veðurstofunni og við Háskóla Íslands sem fylgjast með þeim sjá að jöklarnir hopa alltaf meira og meira. „Þeir byrja að hopa í upphafi síðustu aldar en síðan fara þeir aftur að ganga fram um miðbik aldarinnar. Eftir 1980 þá eru þeir allir að hopa meira eða minna og árið 2015 var fyrsta árið í tvo áratugi þar sem allir jöklarnir töpuðu ekki massa, það er að segja Hofsjökull tapaði ekki massa. Það var búið að vera þannig að þessir jöklar hafa verið að tapa massa samfellt í tvo áratugi, svo kemur eitt ár þar sem þetta snýst við en strax árið eftir eru þeir aftur allir farnir að tapa massa,“ segir Halldór. Meðal þeirra áhrifa sem bráðnun jökla hefur er landris sem er hvað mest á suðausturlandi í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Halldór segir að hraði landrissins sé svo mikill þar að hækkun yfirborðs sjávar mun ekki ná að halda í við það en landrisið verður þegar jöklarnir bráðna og létta farginu þannig af jarðskorpinu. Landrisið nær hins vegar ekki til Reykjavíkur heldur segir Halldór að áhrif þess virðist hverfa við Vestmannaeyjar.Frá snjódeginum mikla í febrúar síðastliðnum.vísir/gva„Mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni“ Eitt af því sem nefnt er í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar eru öfgar í veðurfari sem alltaf sést meira af í heiminum. Aðspurður hvort einhver dæmi sé hægt að nefna um öfga í veðurfari hér á landi sem tengja má við loftslagsbreytingar segir Halldór: „Við vitum að það eru langtímasveiflur til dæmis í stormatíðni þannig að það þegar við segjum að það hafi verið óvenjumiklir stormar hér, eins og til dæmis í fyrra, þá getur maður litið nokkra áratugi aftur í tímann og fundið álíka tímabil. Það eru mjög miklar öfgar í veðri á Íslandi og það er þá helst að við myndum sjá breytingar í tíðni einhverra veðuröfga en við erum enn sem komið er ekki að sjá slíkt. Það er mjög mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni.“ Mörgum er eflaust í fersku minni snjódagurinn mikli á suðvesturhorninu þann 26. febrúar síðastliðinn en klukkan 9 þann dag mældist 51 sentimetra snjódýpt í Reykjavík og hafði aldrei mælst meiri í febrúar. Blaðamanni Vísis leikur forvitni á að vita hvort þessar öfgar í veðurfari megi rekja til loftslagsbreytinga. Halldór segir að það þurfi alltaf dálitla tilviljun til að svona geti gerst en tilfellið sé þó það að aftaka úrkoma er mjög vel skráð um allan heim og menn eru farnir að sjá fleiri og fleiri dæmi um það. „Það passar við það að lofthjúpurinn er rakari nú en áður og það er vegna loftslagsbreytinga,“ segir Halldór.Frá ylströndinni í Nauthólsvík síðasta sumar þegar veðrið lék oftar en ekki við höfuðborgarbúa.Vísir/anton brinkEngin ein þjóð getur leyst þetta ein Varðandi hækkað hitastig hér á landi segir Halldór að það séu einnig langtímasveiflur í hitafari hér á landi en ef litið sé yfir nógu langt tímabil þá hækkar hitastig hér á landi í takt við hlýnun Jarðar almennt. „Við skerum okkur ekki úr beint þannig heldur skerum við okkur úr varðandi það hvað það eru stórar sveiflur hér frá áratugi til áratugs. Sum ár hér gerist voða lítið og svo kemur þetta mjög hratt í nokkur ár. Upp úr 1965, 1975 er farin af stað mjög eindregin hlýnun í heiminum á meðan að hér á Íslandi byrjar ekkert að hlýna fyrr en upp úr 1980, síðan frekar ákaft rétt um aldamótin og svo hefur aðeins hægt á því,“ segir Halldór og bætir við: „Við erum að hreyfast eins og heimurinn í heild sinni en við erum dálítið úr takt því hér eru langtímasveiflur fram og til baka frá áratugi til áratugs.“ En er eitthvað sem við Íslendingar getum gert? Halldór segir að hlýnun hér á landi sé ekki bara vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Um hnattrænt vandamál sé að ræða. „Það besta sem við getum gert er að beita okkur í alþjóðasamfélaginu til að það séu gerðir raunhæfir samningar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og við getum síðan gengið á undan með góðu fordæmi þannig að það sé dregið úr losun. En það er í raun þannig að það getur engin þjóð leyst þetta ein.“
Tengdar fréttir Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03