Fólk Norðan- og Austanlands má gera ráð fyrir því að það verði skýjað í dag og að það kunni að rigna dálítið á það ef marka má spá Veðurstofunnar. Sunnantil er talið verða skýjað með köflum og einhverjir skúrir, sérstaklega síðdegis. Vindur verður úr norðaustri og á bilinu 3 til 10 metrar á sekúndu.
Veðurstofan áætlar að það muni hvessa á morgun og að vindhraðinn verði um 8 til 13 metrar á sekúndu. Áfram mun rigna á austanverðu landinu en gert er ráð fyrir heldur hægari vindi og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hitinn verður að jafnaði um 6 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Nánar á veðurvef Vísis.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s á austurhelmingi landsins og rigning með köflum. Heldur hægari vindur og bjartviðri suðvestan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig, en að 14 stigum yfir daginn sunnan heiða.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið norðan- og austanlands. Austan 8-13 og rigning sunnantil á landinu um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Norðlæg átt 5-13 með súld eða rigningu, en bjartviðri á sunnanverðu landinu. Hiti frá 4 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 14 stig syðst að deginum.
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.
Á miðvikudag:
Líkur á norðanátt með rigningu norðan- og austanlands og kólnandi veðri
