Þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðild ekki forgangsmál hjá Vinstri grænum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2017 20:02 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki vera í forgangi hjá flokknum en hún muni þó aldrei standa í vegi fyrir því hugsanleg aðild verði lögð í dóm þjóðarinnar. Vísir/Hanna „Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira