90 hjólreiðamenn slösuðust í umferðinni á síðasta ári Benedikt Bóas skrifar 15. apríl 2017 07:00 Hjólreiðamenn mega vera á götunni en ekki er gert ráð fyrir þeim þar. Samlífið sé því ekki gott. vísir/hanna 90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira