Borgarstjóri lýsir yfir efasemdum um hugmyndir um vegatolla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2017 18:55 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hann hafi miklar efasemdir um þær hugmyndir sem uppi eru innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tæplega vera um landsbyggðarskatt að ræða og bendir á að lítil athygli hafi verið á framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hvað er borgin að gera til þess að reyna að flýta fyrir umferðinni?„Þetta er í raun stóra málið í aðalskipulaginu að bregðast við því að borgin var þannig skipulögð að við búum í útjöðrum svæðisins og vinnum inn í miðjunni, þannig allir eru að reyna að komast til vinnu á morgnaana og frá vinnu seinnipartinn, svolítið á sama tíma.“ „Þétting byggðar gengur út á það, að fækka þeim sem þurfa að fara svona langa leið, til og frá vinnu. Það að bjóða upp á fjölbreyttari ferðamáta og betri almenningssamgöngur gengur líka út á það að létta álagið á umferðargötunum. Um leið og þú fjölgar þeim sem taka strætó, fækkaru þeim sem taka einkabílinn á sama tíma.“ Spurður um hugmyndir innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu segir Dagur að hugmyndirnar séu óljósar og kallar hann eftir því að ráðherra geri betur grein fyrir þeim. „Mér finnst satt best að segja ráðherra þurfa að gera mikið betur grein fyrir þessum hugmyndum, áður en lengra er haldið.“ „Ég tek eftir því að sumir tala um þetta sem landsbyggðarskatt en ég vil minna á það að núverandi fjármögnunarkerfi samgangna er þannig að íbúar höfuðborgarsvæðisins borga um tvo þriðju af bensín-olíu og bifreiðagjöldum en fá bara brot af því í framkvæmdir hér. Þannig ef við ætlum að tala um þetta sem svona landshlutamál, þá finnst mér þurfa að halda þessu til haga, ég held að höfuðborgarsvæðið eigi mjög mikið inni og það eigi að veita samgöngumálum hér miklu meiri athygli heldur en gert hefur verið.“En svona af eða á, með tollana?„Fyrstu viðbrögð eru mjög miklar efasemdir en mér finnst þessar hugmyndir ekki hafa verið settar nægilega skírt fram til þess að ég geti með sanngirni sagt að mér litist afleitlega á þær. Þetta er óljóst, það á að setja þetta í einhverja nefnd. Spurning, á þetta að koma í staðinn fyrir eitthvað annað eða eru þetta bara viðbótarálögur og þá á hverjua, hvejrir eiga að greiða? Hvað með bílaleigubílana?“ „Mér finnst þetta of óljóst til þess að ég geti sagt af eða á með þetta.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hann hafi miklar efasemdir um þær hugmyndir sem uppi eru innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tæplega vera um landsbyggðarskatt að ræða og bendir á að lítil athygli hafi verið á framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hvað er borgin að gera til þess að reyna að flýta fyrir umferðinni?„Þetta er í raun stóra málið í aðalskipulaginu að bregðast við því að borgin var þannig skipulögð að við búum í útjöðrum svæðisins og vinnum inn í miðjunni, þannig allir eru að reyna að komast til vinnu á morgnaana og frá vinnu seinnipartinn, svolítið á sama tíma.“ „Þétting byggðar gengur út á það, að fækka þeim sem þurfa að fara svona langa leið, til og frá vinnu. Það að bjóða upp á fjölbreyttari ferðamáta og betri almenningssamgöngur gengur líka út á það að létta álagið á umferðargötunum. Um leið og þú fjölgar þeim sem taka strætó, fækkaru þeim sem taka einkabílinn á sama tíma.“ Spurður um hugmyndir innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu segir Dagur að hugmyndirnar séu óljósar og kallar hann eftir því að ráðherra geri betur grein fyrir þeim. „Mér finnst satt best að segja ráðherra þurfa að gera mikið betur grein fyrir þessum hugmyndum, áður en lengra er haldið.“ „Ég tek eftir því að sumir tala um þetta sem landsbyggðarskatt en ég vil minna á það að núverandi fjármögnunarkerfi samgangna er þannig að íbúar höfuðborgarsvæðisins borga um tvo þriðju af bensín-olíu og bifreiðagjöldum en fá bara brot af því í framkvæmdir hér. Þannig ef við ætlum að tala um þetta sem svona landshlutamál, þá finnst mér þurfa að halda þessu til haga, ég held að höfuðborgarsvæðið eigi mjög mikið inni og það eigi að veita samgöngumálum hér miklu meiri athygli heldur en gert hefur verið.“En svona af eða á, með tollana?„Fyrstu viðbrögð eru mjög miklar efasemdir en mér finnst þessar hugmyndir ekki hafa verið settar nægilega skírt fram til þess að ég geti með sanngirni sagt að mér litist afleitlega á þær. Þetta er óljóst, það á að setja þetta í einhverja nefnd. Spurning, á þetta að koma í staðinn fyrir eitthvað annað eða eru þetta bara viðbótarálögur og þá á hverjua, hvejrir eiga að greiða? Hvað með bílaleigubílana?“ „Mér finnst þetta of óljóst til þess að ég geti sagt af eða á með þetta.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira