„Forvarnir í stað forræðishyggju“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 15:37 Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. Besta leiðin til að sporna gegn óhóflegri neyslu áfengis eru forvarnir, ekki bann við sölu áfengis á sunnudögum, sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins svonefnda, í umræðum um frumvarpið á Alþingi í dag. Teitur Björn sagði það óumdeilt að óhófleg neysla áfengis sé skaðleg. Bæði einstaklingnum sem haldinn sé slíkri vímuefnafíkn sem og fjölskyldu og vandamönnum. Hins vegar sé deilt um það hvort sala áfengis í verslunum leiði til aukinnar og jafnvel óhóflegrar neyslu áfengis. „Við erum ekki að deila um hina sérstöku eiginleika áfengis. Þessi umræða snýst heldur ekki um það hvort áfengi eigi að vera bannað eða löglegt. Það væri reyndar skiljanlegt og hreinskiptið af andstæðingum frumvarpsins að leggja einfaldlega til að banna áfengi. Það væri þá hreinskiptið,. Sérstaklega þegar tekið er mið af þeim rökum sem nú er teflt fram að frjálsri smásölu áfengis,“ sagði Teitur Björn. Hann sagði árangursríkustu leiðina til þess að koma sporna við óhóflegri neyslu sé aukin fræðsla og forvarnir. Þess vegna sé gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fjárframlög í lýðheilsusjóði verði stóraukin. „Besta leiðin. Forvarnir í stað forræðishyggju. Forvarnir, fræðsla, alvöru meðferðarúrræði fyrir þá sem eru hjálpar þurfi,“ sagði Teitur. „Meðferðarúrræði, ráðgjöf og aðstoð fyrir þá sem orðið hafa áfengisfíkninni að bráð gerir svo augljóslega langtum meira fyrir vellíðan þeirra einstaklinga og lýðheilsu en að banna áfengisfíklum að versla áfengi á sunnudögum.“ Teitur velti því jafnframt fyrir sér hvernig eigi að mæla aukningu í aðgengi frá fjölgun útsölustaða. „Ég spyr, jókst aðgengi um fjögur prósent á síðustu tveimur árum með opnun tveggja nýrra vínbúða, þar sem þeim fjölgaði úr 48 í 50, önnur í Kópaskeri og hin í Grafarvogi? Er það þannig mælanleg aukning í aðgengi fyrir landsmenn? Er það meðaltal vegalengda í næstu áfengisbúð sem skiptir hér máli? Er það tölfræðilegt miðgildi sem sker úr um aðgengið? Íbúi á Eiðistorgi skokkar 100 metra í næstu vínbúð, íbúi á Þingeyri þarf að keyra 50 kílómetra í næstu vínbúð. Er þá hæfileg fjarlægð í vínbúð fyrir landsmenn að meðaltali 25 kílómetrar og 50 metrar? Eykst áfengisneysla íbúans á Eiðistorgi við það að íbúi á Þingeyri þurfi framvegis að fara 100 metra til að kaupa áfengi ef frumvarpið verður að lögum?“ Að lokum sagði Teitur tölfræðilegar upplýsingar ekki eiga eftir að ráða úrslitum í þessu máli, heldur hvað þingheimur telji rétt að gera í ljósi þeirra breytinga sem íslenskt samfélag hafi gengið í gegnum frá því að ÁTVR var komið á fót. „og hvaða sannfæringu háttvirtir þingmenn hafa í raun og veru um það hvort hægt sé, eða rétt sé, að stýra hátterni fullráða einstaklinga með þessum bönnum.“ Flutningsmenn frumvarpsins eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Þingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili Tengdar fréttir Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Bein útsending: Áfengisfrumvarpið tekið fyrir á Alþingi Fyrsta umræða um áfengisfrumvarpið svonefnda fer fram á Alþingi klukkan 14. 23. febrúar 2017 14:06 Landlæknir um áfengisfrumvarpið: Stórauknar líkur á skaðlegum áhrifum á þá sem neyta áfengis, fjölskyldur þeirra og þriðja aðila Embætti landlæknis hefur formlega lýst yfir andstöðu sinni við bjór, léttvín og sterkt vín í almennum verslunum hér á landi, líkt og nýtt frumvarp kveður á um. 7. febrúar 2017 19:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Besta leiðin til að sporna gegn óhóflegri neyslu áfengis eru forvarnir, ekki bann við sölu áfengis á sunnudögum, sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins svonefnda, í umræðum um frumvarpið á Alþingi í dag. Teitur Björn sagði það óumdeilt að óhófleg neysla áfengis sé skaðleg. Bæði einstaklingnum sem haldinn sé slíkri vímuefnafíkn sem og fjölskyldu og vandamönnum. Hins vegar sé deilt um það hvort sala áfengis í verslunum leiði til aukinnar og jafnvel óhóflegrar neyslu áfengis. „Við erum ekki að deila um hina sérstöku eiginleika áfengis. Þessi umræða snýst heldur ekki um það hvort áfengi eigi að vera bannað eða löglegt. Það væri reyndar skiljanlegt og hreinskiptið af andstæðingum frumvarpsins að leggja einfaldlega til að banna áfengi. Það væri þá hreinskiptið,. Sérstaklega þegar tekið er mið af þeim rökum sem nú er teflt fram að frjálsri smásölu áfengis,“ sagði Teitur Björn. Hann sagði árangursríkustu leiðina til þess að koma sporna við óhóflegri neyslu sé aukin fræðsla og forvarnir. Þess vegna sé gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fjárframlög í lýðheilsusjóði verði stóraukin. „Besta leiðin. Forvarnir í stað forræðishyggju. Forvarnir, fræðsla, alvöru meðferðarúrræði fyrir þá sem eru hjálpar þurfi,“ sagði Teitur. „Meðferðarúrræði, ráðgjöf og aðstoð fyrir þá sem orðið hafa áfengisfíkninni að bráð gerir svo augljóslega langtum meira fyrir vellíðan þeirra einstaklinga og lýðheilsu en að banna áfengisfíklum að versla áfengi á sunnudögum.“ Teitur velti því jafnframt fyrir sér hvernig eigi að mæla aukningu í aðgengi frá fjölgun útsölustaða. „Ég spyr, jókst aðgengi um fjögur prósent á síðustu tveimur árum með opnun tveggja nýrra vínbúða, þar sem þeim fjölgaði úr 48 í 50, önnur í Kópaskeri og hin í Grafarvogi? Er það þannig mælanleg aukning í aðgengi fyrir landsmenn? Er það meðaltal vegalengda í næstu áfengisbúð sem skiptir hér máli? Er það tölfræðilegt miðgildi sem sker úr um aðgengið? Íbúi á Eiðistorgi skokkar 100 metra í næstu vínbúð, íbúi á Þingeyri þarf að keyra 50 kílómetra í næstu vínbúð. Er þá hæfileg fjarlægð í vínbúð fyrir landsmenn að meðaltali 25 kílómetrar og 50 metrar? Eykst áfengisneysla íbúans á Eiðistorgi við það að íbúi á Þingeyri þurfi framvegis að fara 100 metra til að kaupa áfengi ef frumvarpið verður að lögum?“ Að lokum sagði Teitur tölfræðilegar upplýsingar ekki eiga eftir að ráða úrslitum í þessu máli, heldur hvað þingheimur telji rétt að gera í ljósi þeirra breytinga sem íslenskt samfélag hafi gengið í gegnum frá því að ÁTVR var komið á fót. „og hvaða sannfæringu háttvirtir þingmenn hafa í raun og veru um það hvort hægt sé, eða rétt sé, að stýra hátterni fullráða einstaklinga með þessum bönnum.“ Flutningsmenn frumvarpsins eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Þingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili
Tengdar fréttir Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Bein útsending: Áfengisfrumvarpið tekið fyrir á Alþingi Fyrsta umræða um áfengisfrumvarpið svonefnda fer fram á Alþingi klukkan 14. 23. febrúar 2017 14:06 Landlæknir um áfengisfrumvarpið: Stórauknar líkur á skaðlegum áhrifum á þá sem neyta áfengis, fjölskyldur þeirra og þriðja aðila Embætti landlæknis hefur formlega lýst yfir andstöðu sinni við bjór, léttvín og sterkt vín í almennum verslunum hér á landi, líkt og nýtt frumvarp kveður á um. 7. febrúar 2017 19:22 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53
Bein útsending: Áfengisfrumvarpið tekið fyrir á Alþingi Fyrsta umræða um áfengisfrumvarpið svonefnda fer fram á Alþingi klukkan 14. 23. febrúar 2017 14:06
Landlæknir um áfengisfrumvarpið: Stórauknar líkur á skaðlegum áhrifum á þá sem neyta áfengis, fjölskyldur þeirra og þriðja aðila Embætti landlæknis hefur formlega lýst yfir andstöðu sinni við bjór, léttvín og sterkt vín í almennum verslunum hér á landi, líkt og nýtt frumvarp kveður á um. 7. febrúar 2017 19:22