Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Svavar Hávarðsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Ógerlegt er að leita í öllum skipum sem koma í íslenska höfn – enda tíma- og mannfrek aðgerð. vísir/anton brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira