Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:51 Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira