Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: "Ég held að þetta verði mjög tæpt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 18:14 Atkvæðagreiðslu sjómanna lýkur annað kvöld. Vísir/Vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, telur að atkvæðagreiðslan um nýgerðan kjarasamning sjómanna muni verða mjög jöfn. Hún segir að umræða meðal sjómanna um samningana hafi verið tryllt í dag, en menn séu ósáttir við fyrirkomulagið á atkvæðagreiðslunni, en atkvæðagreiðslan fer ekki fram með rafrænum hætti og mun henni ljúka klukkan sex annað kvöld. Knappur tími sé fyrir félagsmenn til þess að kynna sér efni samninganna. „Ég skil ekki alveg lætin í þessu. Það eru 100 dagar síðan þetta byrjaði í október, 66 dagar síðan verkfall hófst, af hverju þarf þetta allt í einu að gerast á núll einni? Og um helgi þar að auki líka? „Menn ná ekkert að kynna sér þetta almennilega. Það hefur komið í ljós í þessum felldu samningum, þeir eru illa fram settir, þeir eru illa skrifaðir og það gefur augaleið að þegar þú ert búinn að keyra fólk í tuttugu tíma, þrjá daga í röð þá getur þetta ekki komið almennilega út,“ segir Heiðveig María.Algjör þvæla „Þetta er bara algjör þvæla, frá upphafi til enda, öll þessi atburðarás og endalaus vanvirðing. Það er upplifunin. Ég er búinn að fá svona 120 einkaskilaboð frá ókunnugum sjómönnum, með spurningum um hvort að þetta sé svona í alvöru, sem furða sig á þessu, hvort að kosningin sé lögleg og í lagi.“ Aðspurð um hvernig hún telji að atkvæðagreiðslan um samningana fari, segir Heiðveig að munurinn verði knappur og þykir henni samningurinn ekki merkilegur. „Þetta verður mjög tæpt, það fer eftir því hvernig menn selja þetta og hversu þreyttir menn eru orðnir. Umfram allt er þetta bara algjörlega glataður samningur og eins og einhver sagði: „Fínt að fá nokkra vettlinga, buxur og kókópöffspakka fyrir þetta helvítis tveggja mánaða verkfall. Það er allt sem þetta er,“ segir Heiðveig María. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, telur að atkvæðagreiðslan um nýgerðan kjarasamning sjómanna muni verða mjög jöfn. Hún segir að umræða meðal sjómanna um samningana hafi verið tryllt í dag, en menn séu ósáttir við fyrirkomulagið á atkvæðagreiðslunni, en atkvæðagreiðslan fer ekki fram með rafrænum hætti og mun henni ljúka klukkan sex annað kvöld. Knappur tími sé fyrir félagsmenn til þess að kynna sér efni samninganna. „Ég skil ekki alveg lætin í þessu. Það eru 100 dagar síðan þetta byrjaði í október, 66 dagar síðan verkfall hófst, af hverju þarf þetta allt í einu að gerast á núll einni? Og um helgi þar að auki líka? „Menn ná ekkert að kynna sér þetta almennilega. Það hefur komið í ljós í þessum felldu samningum, þeir eru illa fram settir, þeir eru illa skrifaðir og það gefur augaleið að þegar þú ert búinn að keyra fólk í tuttugu tíma, þrjá daga í röð þá getur þetta ekki komið almennilega út,“ segir Heiðveig María.Algjör þvæla „Þetta er bara algjör þvæla, frá upphafi til enda, öll þessi atburðarás og endalaus vanvirðing. Það er upplifunin. Ég er búinn að fá svona 120 einkaskilaboð frá ókunnugum sjómönnum, með spurningum um hvort að þetta sé svona í alvöru, sem furða sig á þessu, hvort að kosningin sé lögleg og í lagi.“ Aðspurð um hvernig hún telji að atkvæðagreiðslan um samningana fari, segir Heiðveig að munurinn verði knappur og þykir henni samningurinn ekki merkilegur. „Þetta verður mjög tæpt, það fer eftir því hvernig menn selja þetta og hversu þreyttir menn eru orðnir. Umfram allt er þetta bara algjörlega glataður samningur og eins og einhver sagði: „Fínt að fá nokkra vettlinga, buxur og kókópöffspakka fyrir þetta helvítis tveggja mánaða verkfall. Það er allt sem þetta er,“ segir Heiðveig María.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira