Korter í jól og ekkert tilbúið Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:00 Jólin eru alveg að koma. og ekkert er klárt. Hvernig er hægt að redda jólunm á korteri þegar verslanir eru um það bil að loka? Visir/Ernir Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut. Föndur Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut.
Föndur Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira