Gylfi og Guttagarður heilla alla Íslendinga Benedikt Bóas skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Það má búast við íslendingaflóði á leikjum á Goodison. NordicPhotos/Getty „Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
„Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira