Gylfi og Guttagarður heilla alla Íslendinga Benedikt Bóas skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Það má búast við íslendingaflóði á leikjum á Goodison. NordicPhotos/Getty „Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira