Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2017 21:00 Mynd er tekin af öllum bílum sem aka um hliðið og reikningurinn sendur eigandanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli. Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli.
Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17
Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16