Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2017 21:00 Mynd er tekin af öllum bílum sem aka um hliðið og reikningurinn sendur eigandanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli. Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli.
Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17
Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16