Fyndið, fallegt og erfitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 09:45 Dóra og Kristín Þóra í leikmyndinni, sem gerð er úr gömlum stólum Þjóðleikhússins.– Samt í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Verkið gerist í síðasta bíóinu á landinu sem sýnir myndir með gamaldags filmusýningarvél. Sem sagt, í umhverfi stórra sagna með epík og ævintýri, en við fylgjumst með hversdagslífi karakteranna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri. „Já, stundum þarf fólk bara að sópa popp. Það er alvöru,“ bætir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikari við. Þær eru að lýsa leikritinu Ræmunni sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þær segja það vera eins og lífið sjálft; fyndið, sorglegt og fallegt, flókið og erfitt. „Við erum ekki að reyna að vera fyndin en kringumstæðurnar eru þannig að fólk þekkir þær sjálft og tengir við þær. Hugsar: – Ég hef verið þarna. – Ég þekki einmitt einn svona. – O, ég veit,“ segir Kristín Þóra. Ræman er samtímaverk. Höfundurinn, hin bandaríska Annie Baker, sem er á aldur við þær Kristínu Þóru og Dóru, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir það sem besta leikrit ársins 2014. „Baker lætur verkið gerast í smábæ sem hún ólst upp í. Við ákváðum, með þýðandanum, Dóra DNA, að staðfæra það og láta það gerast í Reykjavík,“ segir Dóra. „Leikritið fjallar um tengingar á milli fólks á okkar tímum þar sem allt er orðið rafrænt, bæði í bíómyndum og samskiptum.“ Ásamt Kristínu Þóru verða á sviðinu þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, sem margir sáu í Njálu sem Skarphéðin, og Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari. „Við þrjú erum starfsmenn bíósins og berum okkar líf saman við kvikmyndirnar þar sem allt er svo stórt og mikið og merkilegt,“ segir Kristín Þóra og bætir við: „Þetta er vissulega eitthvað sem búið er að pæla í í gegnum tíðina, hvað er satt og hvað ekki. Eins og segir á einum stað í verkinu, að sjá Mónu Lísu á póstkorti er ekki það sama og að sjá málverkið.“ Dóra segir nokkra áhorfendur hafa talað um það eftir opnar æfingar að þeir hafi gleymt því að þeir væru í leikhúsi. „Þeim leið bara eins og þeir væru flugur á vegg og ég held að margir geti séð sig sjálfa í þessum karakterum. Við báðar gerum það allavega.“ Kristín Þóra segir gaman að frumsýninguna skuli bera upp á stórafmæli Leikfélags Reykjavíkur af því að verkið snúist um þann kjarna sem sé undirstaða leiklistarinnar, að gera hluti sem eðlilegasta. „Verkið og leikstíllinn krefur leikara alltaf um að vera í sterku sambandi bæði við aðra leikara og áhorfendur. Það gilti jafnt fyrir 120 árum og núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar 2017. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Verkið gerist í síðasta bíóinu á landinu sem sýnir myndir með gamaldags filmusýningarvél. Sem sagt, í umhverfi stórra sagna með epík og ævintýri, en við fylgjumst með hversdagslífi karakteranna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri. „Já, stundum þarf fólk bara að sópa popp. Það er alvöru,“ bætir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikari við. Þær eru að lýsa leikritinu Ræmunni sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þær segja það vera eins og lífið sjálft; fyndið, sorglegt og fallegt, flókið og erfitt. „Við erum ekki að reyna að vera fyndin en kringumstæðurnar eru þannig að fólk þekkir þær sjálft og tengir við þær. Hugsar: – Ég hef verið þarna. – Ég þekki einmitt einn svona. – O, ég veit,“ segir Kristín Þóra. Ræman er samtímaverk. Höfundurinn, hin bandaríska Annie Baker, sem er á aldur við þær Kristínu Þóru og Dóru, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir það sem besta leikrit ársins 2014. „Baker lætur verkið gerast í smábæ sem hún ólst upp í. Við ákváðum, með þýðandanum, Dóra DNA, að staðfæra það og láta það gerast í Reykjavík,“ segir Dóra. „Leikritið fjallar um tengingar á milli fólks á okkar tímum þar sem allt er orðið rafrænt, bæði í bíómyndum og samskiptum.“ Ásamt Kristínu Þóru verða á sviðinu þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, sem margir sáu í Njálu sem Skarphéðin, og Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari. „Við þrjú erum starfsmenn bíósins og berum okkar líf saman við kvikmyndirnar þar sem allt er svo stórt og mikið og merkilegt,“ segir Kristín Þóra og bætir við: „Þetta er vissulega eitthvað sem búið er að pæla í í gegnum tíðina, hvað er satt og hvað ekki. Eins og segir á einum stað í verkinu, að sjá Mónu Lísu á póstkorti er ekki það sama og að sjá málverkið.“ Dóra segir nokkra áhorfendur hafa talað um það eftir opnar æfingar að þeir hafi gleymt því að þeir væru í leikhúsi. „Þeim leið bara eins og þeir væru flugur á vegg og ég held að margir geti séð sig sjálfa í þessum karakterum. Við báðar gerum það allavega.“ Kristín Þóra segir gaman að frumsýninguna skuli bera upp á stórafmæli Leikfélags Reykjavíkur af því að verkið snúist um þann kjarna sem sé undirstaða leiklistarinnar, að gera hluti sem eðlilegasta. „Verkið og leikstíllinn krefur leikara alltaf um að vera í sterku sambandi bæði við aðra leikara og áhorfendur. Það gilti jafnt fyrir 120 árum og núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar 2017.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira