Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2017 07:00 Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira