Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. maí 2017 15:56 Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Vísir/Hörður Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira