Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Formenn flokkanna funduðu í gær í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið hefur rætt við eru nokkuð bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Þeir telja að stjórnarsamstarf þessara flokka sé besti möguleikinn til að auka stöðugleika í stjórnmálunum. Að þeirra mati er engin önnur ríkisstjórn líklegri til að geta setið út fjögurra ára kjörtímabil. Fulltrúar flokkanna í viðræðunum hófu fundahöld um klukkan hálftíu í gær. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.mynd/lárus karl ingvarssonFormenn flokkanna hafa sagt að það sé möguleiki á að ná samstöðu um ýmis brýn mál. Innviðafjárfesting, stöðugleiki á vinnumarkaði og möguleg aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum eru á meðal þeirra mála sem sett verða á oddinn. En það þarf líka að snerta á nokkrum viðkvæmum málum, komi til samstarfs. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins nefndi að ágreiningur gæti komið upp um atvinnumál og umhverfismál. Þar gæti til dæmis verið tekist á um uppbyggingu fiskeldis og uppbyggingu stóriðju. Þá hafa þessir flokkar ekki alltaf verið samstíga í utanríkismálum, þótt afstaðan til Evrópusambandsins sé vel samrýmanleg. „Skattamál,“ sagði einn þingmaður VG þegar Fréttablaðið spurði hann hvar gæti einna helst orðið erfitt fyrir flokkana að ná saman. Ný ríkisstjórn þarf að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sátt á vinnumarkaði, en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir á næsta ári. „Við höfum dregið upp nokkuð skýra mynd af því hvað við teljum að þurfi að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Annars vegar sé að bregðast við úrskurði kjararáðs frá því í fyrrahaust, sem hafi torveldað allt samtal á vinnumarkaðnum. Hingað til hafi Píratar þó verið eini þingflokkurinn sem vill að Alþingi bregðist við þeim hækkunum sem þá voru samþykktar. Þá segir Gylfi að sameiginlegur áhugi sé á að taka upp vinnumarkaðslíkan að norrænni fyrirmynd. ASÍ telur hins vegar að samhliða þurfi að byggja upp norrænt velferðarkerfi. „Það er lögð áhersla á að tryggja stöðugleika á félagslega sviðinu. Þar höfum við dregið upp ýmis áhersluatriði, fyrir utan almenn velferðarmál; heilbrigðismál og menntamál. Atriði sem lúta að vinnumarkaðnum. Atvinnuleysisbætur eru í sögulegu lágmarki miðað við kaupgjald, fæðingarorlofið er langt undir meðaltekjum og ábyrgðarsjóður launa er ekki að bæta launatap vegna þess að þar eru einhverjar hámarksviðmiðanir í engu samræmi við kaupgjald,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira