Leikarinn og grínistinn Don Rickles er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:30 Rickles var gjarn á að móðga áhorfendur sína og er hann talinn upphafsmaður slíks grínstíls. Vísir/Getty Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira