Dómstóla þarf til að skera úr um hvort Ríkisskattstjóri fái upptökur við hraðbanka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2017 12:59 Embættið virðist hafa viljað fá upplýsingar um eigendur kreditkorta í þágu skatteftirlits. Vísir/Pjetur Ríkisskattstjóri þarf að leita til dómstóla til þess að láta skera úr ágreiningi um hvort að Arion banka sé heimilt að afhenda embættinu tilteknar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í þágu skatteftirlits.Þetta er álit Persónuverndar eftir að Ríkisskattstjóri fór fram á það við Arion banka að bankinn afhenti upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við hraðbanka bankans. Óskað var eftir áliti Persónuverndar á því hvort að slík afhending væri heimil. Svo virðist sem að Ríkisskattstjóri hafi viljað fá upplýsingar um eigendur kreditkorta sem eingöngu hafi verið notuð í viðskiptum sem ekki voru „rekjanleg með öðrum hætti.“ Tekið var fram að þær myndbandsupptökur sem óskað var eftir innihaldi ekki upplýsingar um aðila sem embættið grunaði um refisvert brot. Að mati Ríkisskattstjóra væru þær upplýsingar sem kæmu fram á myndbandsupptökunum almennar en ekki viðkvæmar persónuupplýsingar og því ætti bankanum að vera heimilt að afhenda upptökurnar. Taldi Ríkisskattstjóri að ef upplýsingaöflun Ríkisskattstjóra sætti takmörkunum, til dæmis vegna þess að honum væri ekki heimilt að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum væri að mati embættisins „ekki séð hvernig unnt verði að sinna sem skyldi lögbundnu hlutverki um skatteftirlit.“ Þá taldi Ríkisskattstjóri að myndirnar sem óskað væri eftir samsvöruðu því eftirliti sem viðhaft væri á vettvangi, hvort heldur þegar menn væru spurðir nafns, skilríkja eða annarra auðkenna, þegar verið væri að kanna og afla upplýsinga um skattskil viðkomandi.Láti kanna hvort að lög um tekjuskatt gangi framar ákvæði í lögum um persónuvernd Í áliti Persónuverndar kemur fram að það væri mat stofnunarinnar að þegar Ríkisskattstjóri tekur til rannsóknar mál í tengslum við skatteftirlit hljóti slíkt eftirlit að fara fram vegna rökstudds gruns um brot gegn skattalögum og að slíkar upplýsingar væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Þar kemur einnig fram að í lögum segi að ef uppi komi ágreiningur varðandi það hvort Ríkisskattstjóri eigi rétt á aðgangi að tilteknum upplýsingum skuli bera ágreininginn undir dómstóla. Þá segir einnig að Persónuvernd hafi í tvígang, árið 2009 og 2016, lýst yfir þeirri afstöðu að lög heimili ekki Ríkisskattstjóra að söfnun myndefnis með viðkvæmum persónuupplýsingum úr eftirlitsmyndavélum, enda mæla lögin fyrir um að aðeins megi afhenda slíkt myndefni lögreglu. Þar sem fyrir liggi að þær upplýsingar sem Ríkisskattstjóri óski eftir innihaldi viðkvæmar upplýsingar og að stofnunin fari ekki með lögregluvald telur Persónuvernd að Ríkiskattstjóri þurfi að leita til dómstóla til að skera úr um hvort að heimild í lögum um tekjuskatt, þar sem mælt er fyrir heimildir skattyfirvalda til upplýsingaöflunar, gangi framar lögum um persónuvernd. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Ríkisskattstjóri þarf að leita til dómstóla til þess að láta skera úr ágreiningi um hvort að Arion banka sé heimilt að afhenda embættinu tilteknar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í þágu skatteftirlits.Þetta er álit Persónuverndar eftir að Ríkisskattstjóri fór fram á það við Arion banka að bankinn afhenti upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við hraðbanka bankans. Óskað var eftir áliti Persónuverndar á því hvort að slík afhending væri heimil. Svo virðist sem að Ríkisskattstjóri hafi viljað fá upplýsingar um eigendur kreditkorta sem eingöngu hafi verið notuð í viðskiptum sem ekki voru „rekjanleg með öðrum hætti.“ Tekið var fram að þær myndbandsupptökur sem óskað var eftir innihaldi ekki upplýsingar um aðila sem embættið grunaði um refisvert brot. Að mati Ríkisskattstjóra væru þær upplýsingar sem kæmu fram á myndbandsupptökunum almennar en ekki viðkvæmar persónuupplýsingar og því ætti bankanum að vera heimilt að afhenda upptökurnar. Taldi Ríkisskattstjóri að ef upplýsingaöflun Ríkisskattstjóra sætti takmörkunum, til dæmis vegna þess að honum væri ekki heimilt að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum væri að mati embættisins „ekki séð hvernig unnt verði að sinna sem skyldi lögbundnu hlutverki um skatteftirlit.“ Þá taldi Ríkisskattstjóri að myndirnar sem óskað væri eftir samsvöruðu því eftirliti sem viðhaft væri á vettvangi, hvort heldur þegar menn væru spurðir nafns, skilríkja eða annarra auðkenna, þegar verið væri að kanna og afla upplýsinga um skattskil viðkomandi.Láti kanna hvort að lög um tekjuskatt gangi framar ákvæði í lögum um persónuvernd Í áliti Persónuverndar kemur fram að það væri mat stofnunarinnar að þegar Ríkisskattstjóri tekur til rannsóknar mál í tengslum við skatteftirlit hljóti slíkt eftirlit að fara fram vegna rökstudds gruns um brot gegn skattalögum og að slíkar upplýsingar væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Þar kemur einnig fram að í lögum segi að ef uppi komi ágreiningur varðandi það hvort Ríkisskattstjóri eigi rétt á aðgangi að tilteknum upplýsingum skuli bera ágreininginn undir dómstóla. Þá segir einnig að Persónuvernd hafi í tvígang, árið 2009 og 2016, lýst yfir þeirri afstöðu að lög heimili ekki Ríkisskattstjóra að söfnun myndefnis með viðkvæmum persónuupplýsingum úr eftirlitsmyndavélum, enda mæla lögin fyrir um að aðeins megi afhenda slíkt myndefni lögreglu. Þar sem fyrir liggi að þær upplýsingar sem Ríkisskattstjóri óski eftir innihaldi viðkvæmar upplýsingar og að stofnunin fari ekki með lögregluvald telur Persónuvernd að Ríkiskattstjóri þurfi að leita til dómstóla til að skera úr um hvort að heimild í lögum um tekjuskatt, þar sem mælt er fyrir heimildir skattyfirvalda til upplýsingaöflunar, gangi framar lögum um persónuvernd.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira