Dómstóla þarf til að skera úr um hvort Ríkisskattstjóri fái upptökur við hraðbanka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2017 12:59 Embættið virðist hafa viljað fá upplýsingar um eigendur kreditkorta í þágu skatteftirlits. Vísir/Pjetur Ríkisskattstjóri þarf að leita til dómstóla til þess að láta skera úr ágreiningi um hvort að Arion banka sé heimilt að afhenda embættinu tilteknar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í þágu skatteftirlits.Þetta er álit Persónuverndar eftir að Ríkisskattstjóri fór fram á það við Arion banka að bankinn afhenti upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við hraðbanka bankans. Óskað var eftir áliti Persónuverndar á því hvort að slík afhending væri heimil. Svo virðist sem að Ríkisskattstjóri hafi viljað fá upplýsingar um eigendur kreditkorta sem eingöngu hafi verið notuð í viðskiptum sem ekki voru „rekjanleg með öðrum hætti.“ Tekið var fram að þær myndbandsupptökur sem óskað var eftir innihaldi ekki upplýsingar um aðila sem embættið grunaði um refisvert brot. Að mati Ríkisskattstjóra væru þær upplýsingar sem kæmu fram á myndbandsupptökunum almennar en ekki viðkvæmar persónuupplýsingar og því ætti bankanum að vera heimilt að afhenda upptökurnar. Taldi Ríkisskattstjóri að ef upplýsingaöflun Ríkisskattstjóra sætti takmörkunum, til dæmis vegna þess að honum væri ekki heimilt að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum væri að mati embættisins „ekki séð hvernig unnt verði að sinna sem skyldi lögbundnu hlutverki um skatteftirlit.“ Þá taldi Ríkisskattstjóri að myndirnar sem óskað væri eftir samsvöruðu því eftirliti sem viðhaft væri á vettvangi, hvort heldur þegar menn væru spurðir nafns, skilríkja eða annarra auðkenna, þegar verið væri að kanna og afla upplýsinga um skattskil viðkomandi.Láti kanna hvort að lög um tekjuskatt gangi framar ákvæði í lögum um persónuvernd Í áliti Persónuverndar kemur fram að það væri mat stofnunarinnar að þegar Ríkisskattstjóri tekur til rannsóknar mál í tengslum við skatteftirlit hljóti slíkt eftirlit að fara fram vegna rökstudds gruns um brot gegn skattalögum og að slíkar upplýsingar væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Þar kemur einnig fram að í lögum segi að ef uppi komi ágreiningur varðandi það hvort Ríkisskattstjóri eigi rétt á aðgangi að tilteknum upplýsingum skuli bera ágreininginn undir dómstóla. Þá segir einnig að Persónuvernd hafi í tvígang, árið 2009 og 2016, lýst yfir þeirri afstöðu að lög heimili ekki Ríkisskattstjóra að söfnun myndefnis með viðkvæmum persónuupplýsingum úr eftirlitsmyndavélum, enda mæla lögin fyrir um að aðeins megi afhenda slíkt myndefni lögreglu. Þar sem fyrir liggi að þær upplýsingar sem Ríkisskattstjóri óski eftir innihaldi viðkvæmar upplýsingar og að stofnunin fari ekki með lögregluvald telur Persónuvernd að Ríkiskattstjóri þurfi að leita til dómstóla til að skera úr um hvort að heimild í lögum um tekjuskatt, þar sem mælt er fyrir heimildir skattyfirvalda til upplýsingaöflunar, gangi framar lögum um persónuvernd. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Ríkisskattstjóri þarf að leita til dómstóla til þess að láta skera úr ágreiningi um hvort að Arion banka sé heimilt að afhenda embættinu tilteknar upptökur úr eftirlitsmyndavélum í þágu skatteftirlits.Þetta er álit Persónuverndar eftir að Ríkisskattstjóri fór fram á það við Arion banka að bankinn afhenti upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við hraðbanka bankans. Óskað var eftir áliti Persónuverndar á því hvort að slík afhending væri heimil. Svo virðist sem að Ríkisskattstjóri hafi viljað fá upplýsingar um eigendur kreditkorta sem eingöngu hafi verið notuð í viðskiptum sem ekki voru „rekjanleg með öðrum hætti.“ Tekið var fram að þær myndbandsupptökur sem óskað var eftir innihaldi ekki upplýsingar um aðila sem embættið grunaði um refisvert brot. Að mati Ríkisskattstjóra væru þær upplýsingar sem kæmu fram á myndbandsupptökunum almennar en ekki viðkvæmar persónuupplýsingar og því ætti bankanum að vera heimilt að afhenda upptökurnar. Taldi Ríkisskattstjóri að ef upplýsingaöflun Ríkisskattstjóra sætti takmörkunum, til dæmis vegna þess að honum væri ekki heimilt að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum væri að mati embættisins „ekki séð hvernig unnt verði að sinna sem skyldi lögbundnu hlutverki um skatteftirlit.“ Þá taldi Ríkisskattstjóri að myndirnar sem óskað væri eftir samsvöruðu því eftirliti sem viðhaft væri á vettvangi, hvort heldur þegar menn væru spurðir nafns, skilríkja eða annarra auðkenna, þegar verið væri að kanna og afla upplýsinga um skattskil viðkomandi.Láti kanna hvort að lög um tekjuskatt gangi framar ákvæði í lögum um persónuvernd Í áliti Persónuverndar kemur fram að það væri mat stofnunarinnar að þegar Ríkisskattstjóri tekur til rannsóknar mál í tengslum við skatteftirlit hljóti slíkt eftirlit að fara fram vegna rökstudds gruns um brot gegn skattalögum og að slíkar upplýsingar væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Þar kemur einnig fram að í lögum segi að ef uppi komi ágreiningur varðandi það hvort Ríkisskattstjóri eigi rétt á aðgangi að tilteknum upplýsingum skuli bera ágreininginn undir dómstóla. Þá segir einnig að Persónuvernd hafi í tvígang, árið 2009 og 2016, lýst yfir þeirri afstöðu að lög heimili ekki Ríkisskattstjóra að söfnun myndefnis með viðkvæmum persónuupplýsingum úr eftirlitsmyndavélum, enda mæla lögin fyrir um að aðeins megi afhenda slíkt myndefni lögreglu. Þar sem fyrir liggi að þær upplýsingar sem Ríkisskattstjóri óski eftir innihaldi viðkvæmar upplýsingar og að stofnunin fari ekki með lögregluvald telur Persónuvernd að Ríkiskattstjóri þurfi að leita til dómstóla til að skera úr um hvort að heimild í lögum um tekjuskatt, þar sem mælt er fyrir heimildir skattyfirvalda til upplýsingaöflunar, gangi framar lögum um persónuvernd.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira