Stytta af Jane Austen afhjúpuð við hátíðlega athöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2017 18:42 Prúðbúnir aðdáendur Jane Austen. Visir/getty Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty
Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira