Angelina Jolie þvertekur fyrir að hafa blekkt kambódísk börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 08:41 Angelina Jolie segist harma það að spunaleikurinn hafi verið túlkaður sem raunverulegar aðstæður. Vísir/Getty Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira