Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 17:06 Birna Brjánsdóttir. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45