Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 17:06 Birna Brjánsdóttir. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Talið er að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, hafi fundist eftir hádegi í dag í fjörunni við Selvogsvita. Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann líkið klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan lenti skammt frá vettvanginum og var lögreglunni strax gert viðvart að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Lögreglan kom á staðinn skömmu síðar. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom fram að kennslanefnd Ríkislögreglustjóra vinni nú að því að staðfesta auðkenni en dánarorsök Birnu liggur ekki fyrir. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir nokkra daga en Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni, sagði yfirgnæfandi líkur á því að henni hafi verið ráðinn bani.Birna hafði síðast sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Á sama stað á sama tíma sást rauður Kia Rio-bíll aka framhjá og lýsti lögreglan eftir ökumanni þess bíls á mánudagsmorgninum. Hann gaf sig ekki fram en á miðvikudag barst tilkynning frá lögreglu um að tveir menn hefðu verið handteknir um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Polar Nanoq kom til Íslands á miðvikudagskvöld og voru mennirnir tveir í framhaldinu færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Strax þá voru mennirnir tveir færðir til yfirheyrslu. Á fimmtudag voru þeir svo svo úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna hvarfsins en þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögreglu á fimmtudag og föstudag en þá voru þeir fluttir á Litla-Hraun þar sem þeir sæta einangrun. Þeir neita enn sök um aðild að hvarfinu. Lögregla yfirheyrði mennina ekki um helgina en í gær og í dag fór fram umfangsmikil leit að Birnu á stóru svæði á suðvesturhorninu. Tæplega 600 björgunarsveitarmenn komu að leitinni sem er sú umfangsmesta sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur skipulagt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45