Tveir þingmenn heltast úr lestinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Vísir/Anton „Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
„Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira