Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 06:06 Það var hjartnæm stund þegar Kara Rut Hanssen hitti Amis Agaba í fyrsta sinn í Kópavogi á dögunum. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. Fjallað var um heimsóknina í Íslandi í dag í gærkvöldi en Amis er frá Úganda, fæddist munaðarlaus og ólst upp á munaðarleysingjahæli. Þegar hann fór í barnaskóla á vegum ABC Barnahjálpar kom fljótt í ljós að hann væri góður nemandi og mikill íþróttamaður. Kara Rut hefur stutt við bakið á Amis undanfarin 9 ár og segist hún reglulega hafa fengið fréttir og myndir af honum. Kara, sem 27 ára gömul, fannst því frekar fyndið að Amis, sem er ekki nema fjórum árum yngri en hún, skildi kalla hana mömmu sína. Það ætti þó engan að undra, með mánaðarlegu framlagi Köru gerði hún Amis kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða.Fékk skólastyrk til Svíþjóðar Sem fyrr segir reyndist Amis vera góður náms- og íþróttamaður og nældi hann sér í skólastyrk til að halda námi sínu áfram í Gautaborg. Þegar þangað var komið áttuðu starfsmenn íþróttafélagsins, þar sem hann lagði stund á hlaup, sig á að um væri að ræða engan venjulegan íþróttamann. Amis er nú 23 ára gamall, orðinn sænskur ríkisborgari og stundar nám í háskóla í Malmö. Hann segist alltaf hafa langað til að hitta Köru og keypti hann sér því miða í fríinu til Íslands. Hann mætti á skrifstofu á ABC - og þá fékk Kara símtalið. „Manstu eftir stráknum sem þú byrjaðir að styrkja árið 2009? Hann situr bara hérna við hliðina á mér,“ lýsir Kara og segir það hafa komið sér rækilega á óvart. Hún hafi bara farið að hlæja og þótt þetta „klikkað.“ Kara segist ekki hafa heyrt um það áður að styrktarbörn komi til landsins og leitað að „foreldrum“ sínum - enda er það fordæmalaust hér á landi.Kallar hana enn mömmu Það var svo við heimili Köru í Kópavogi sem þau loks hittust á dögunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Amis faðmaði „móður sína“ og átti hann erfitt með að koma þakklæti og tilfinningum sínum í orð. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, þetta er handan mínum skilningi. Ég hef beðið eftir þessu alla mína tíð,“ sagði Amis og bætti við að hann liti á Köru sem kynmóður sína, í ljósi þess að hann ætti ekki slíka. Hann sagðist handviss um að hann myndi einn daginn hitta Köru, ef Guð væri til. „Ég er þar sem ég er í dag vegna fjárstuðnings hennar. Hún er mamma mín, ég segi það ennþá.“ Innslag Sindra Sindrasonar um þau Köru og Amis má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Það var hjartnæm stund þegar Kara Rut Hanssen hitti Amis Agaba í fyrsta sinn í Kópavogi á dögunum. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. Fjallað var um heimsóknina í Íslandi í dag í gærkvöldi en Amis er frá Úganda, fæddist munaðarlaus og ólst upp á munaðarleysingjahæli. Þegar hann fór í barnaskóla á vegum ABC Barnahjálpar kom fljótt í ljós að hann væri góður nemandi og mikill íþróttamaður. Kara Rut hefur stutt við bakið á Amis undanfarin 9 ár og segist hún reglulega hafa fengið fréttir og myndir af honum. Kara, sem 27 ára gömul, fannst því frekar fyndið að Amis, sem er ekki nema fjórum árum yngri en hún, skildi kalla hana mömmu sína. Það ætti þó engan að undra, með mánaðarlegu framlagi Köru gerði hún Amis kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða.Fékk skólastyrk til Svíþjóðar Sem fyrr segir reyndist Amis vera góður náms- og íþróttamaður og nældi hann sér í skólastyrk til að halda námi sínu áfram í Gautaborg. Þegar þangað var komið áttuðu starfsmenn íþróttafélagsins, þar sem hann lagði stund á hlaup, sig á að um væri að ræða engan venjulegan íþróttamann. Amis er nú 23 ára gamall, orðinn sænskur ríkisborgari og stundar nám í háskóla í Malmö. Hann segist alltaf hafa langað til að hitta Köru og keypti hann sér því miða í fríinu til Íslands. Hann mætti á skrifstofu á ABC - og þá fékk Kara símtalið. „Manstu eftir stráknum sem þú byrjaðir að styrkja árið 2009? Hann situr bara hérna við hliðina á mér,“ lýsir Kara og segir það hafa komið sér rækilega á óvart. Hún hafi bara farið að hlæja og þótt þetta „klikkað.“ Kara segist ekki hafa heyrt um það áður að styrktarbörn komi til landsins og leitað að „foreldrum“ sínum - enda er það fordæmalaust hér á landi.Kallar hana enn mömmu Það var svo við heimili Köru í Kópavogi sem þau loks hittust á dögunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Amis faðmaði „móður sína“ og átti hann erfitt með að koma þakklæti og tilfinningum sínum í orð. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, þetta er handan mínum skilningi. Ég hef beðið eftir þessu alla mína tíð,“ sagði Amis og bætti við að hann liti á Köru sem kynmóður sína, í ljósi þess að hann ætti ekki slíka. Hann sagðist handviss um að hann myndi einn daginn hitta Köru, ef Guð væri til. „Ég er þar sem ég er í dag vegna fjárstuðnings hennar. Hún er mamma mín, ég segi það ennþá.“ Innslag Sindra Sindrasonar um þau Köru og Amis má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira