Hvar er best að búa? 270 fermetra hús á 33 milljónir í Kanada Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 12:30 Sveinbjörn og Kristín hafa það gott í Kanada. „Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira