Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 21:54 Björt Ólafsdóttir tekur við umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Anton Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og tilbúin í að fara í umhverfisráðuneytið og vinna að umhverfismálum,” sagði Björt í samtali við Vísi aðspurð um hvernig nýja starfið legðist í hana.„Nú verður sagt stopp við þessu. Stórfyritækjum verður ekki ívilnað meir með peningum skattgreiðenda til þess að fá að menga hér stjórnlaust,“ segir Björt á Facebook.Björt segist mjög ánægð með hvað stjórnarsáttmálinn sé framsækinn hvað varðar umhverfismál. „Það eru rosalega stórar fréttir að þessi ríkisstjórn sé að láta af stóriðjustefnunni sem hefur verið við lýði í áratugi. Í því sambandi eru svo mörg önnur verkefni sem varða loftlagsmálin sem við þurfum að vinna að og setja upp aðgerðaráætlun í svo eitthvað sé nefnt. Umhverfismál hafa lengi verið Björt mjög hugleikin. Ósnortin náttúra er henni mjög kær en hún leggur mikla áherslu á að unnið sé að verndun á miðhálendinu. „Ég er alin upp mjög nálægt hálendinu í uppsveitum Árnessýslu og eyddi bernsku- og unglingsárum í hestaferðum þar yfir þannig að ósnortin víðerni eru mér mjög kær og ég legg mikla áherslu á eins og segir í stjórnarsáttmálanum að vinna að verndun á miðhálendinu.” Björt sem er 33 ára hefur verið þingmaður Bjartrar framtíðar síðan 2013. Hún er annar tveggja ráðherra Bjartar framtíðar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mun gegna embætti heilbrigðisráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu