Fjárhættuspilarar telja nánast útilokað að Kósóvó vinni Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2017 11:55 Forráðamenn knattspyrnusambands Kósóvó grétu af gleði þegar þeir voru teknir inní UEFA í fyrra. En, ef fjárhættuspilarar vita sínu viti verða það ekki gleðitár sem falla í þeim ranni á eftir. getty Fjárhættuspilarar, og/eða þeir sem hafa gaman að því að veðja á íþróttaleiki, telja nánast útilokað að Kósóvó vinni leikinn í kvöld. Stuðullinn á að slíkt gerist er 26. Spennan fyrir leikinn í kvöld, Ísland – Kósóvó í undankeppni HM, magnast nú stig frá stigi. Enda um að ræða einhver mikilvægasta kappleik íslenskrar íþróttasögu. Sigri Ísland í leiknum eru þeir komnir á HM og þarf vart að hafa mörg orð um hversu magnaður árangur það væri. Sé litið til veðmála í tengslum við leikinn þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Á Betsson er þetta afgerandi. Þar er stuðullinn á íslenskan sigur 1,10. Þetta þýðir einfaldlega að það tekur því vart að veðja á íslenskan sigur nema þú leggir þeim mun meiri fjármuni að veði. Sá sem veðjar þúsund krónum á íslenskan sigur og sú verður niðurstaðan fær greitt til baka 1.100 krónur. Jafntefli er að mati þeirra sem veðja ekki líklegt. Þar er stuðullinn 10, sem þá þýðir að veðji einhver þúsund krónum á slík úrslit, þá fær viðkomandi 10 þúsund krónur til baka. Og ef svo fer að Kósóvó hafi sigur í leiknum og einhver slysast til að veðja á það, með sínum þúsund kalli, þá fær viðkomandi 26 þúsund krónur. Sem sagt, stuðullinn kósóvóískan sigur er 26. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Fjárhættuspilarar, og/eða þeir sem hafa gaman að því að veðja á íþróttaleiki, telja nánast útilokað að Kósóvó vinni leikinn í kvöld. Stuðullinn á að slíkt gerist er 26. Spennan fyrir leikinn í kvöld, Ísland – Kósóvó í undankeppni HM, magnast nú stig frá stigi. Enda um að ræða einhver mikilvægasta kappleik íslenskrar íþróttasögu. Sigri Ísland í leiknum eru þeir komnir á HM og þarf vart að hafa mörg orð um hversu magnaður árangur það væri. Sé litið til veðmála í tengslum við leikinn þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Á Betsson er þetta afgerandi. Þar er stuðullinn á íslenskan sigur 1,10. Þetta þýðir einfaldlega að það tekur því vart að veðja á íslenskan sigur nema þú leggir þeim mun meiri fjármuni að veði. Sá sem veðjar þúsund krónum á íslenskan sigur og sú verður niðurstaðan fær greitt til baka 1.100 krónur. Jafntefli er að mati þeirra sem veðja ekki líklegt. Þar er stuðullinn 10, sem þá þýðir að veðji einhver þúsund krónum á slík úrslit, þá fær viðkomandi 10 þúsund krónur til baka. Og ef svo fer að Kósóvó hafi sigur í leiknum og einhver slysast til að veðja á það, með sínum þúsund kalli, þá fær viðkomandi 26 þúsund krónur. Sem sagt, stuðullinn kósóvóískan sigur er 26.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira