Neita að hafa vitað af sögulegu magni amfetamínbasa í bílnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Mennirnir komu til landsins með Norrænu í byrjun október. Vísir/ÓKÁ Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að flytja rúmlega 11 lítra af amfetamínbasa hingað til lands í byrjun október neita báðir að hafa vitað að þeir flyttu efnin. Um er að ræða sögulega mikið magn en samkvæmt hefðbundnum útreikningum væri að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti. Basanum hafði verið komið fyrir í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir óku frá Pólland í gegnum Þýskaland og Danmörku. Þaðan tóku þeir Norrænu til Seyðisfjarðar. Hæstiréttur úrskurðaði annan manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember en mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi og einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna undanfarnar vikur. Í úrskurðinum má meðal annars lesa að mennirnir hafa verið yfirheyrðir í þrígang og að framburður þeirra hafi tekið töluverðum breytingum á milli yfirheyrslna.Sjá einnig: Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í NorrænuUpphaflega hafi þeir báðir sagst hafa komið hingað frá Póllandi í leit að vinnu. Síðar viðurkenndi annar þeirra að að tilgangur ferðarinnar hingað til lands hafi verið að sækja hingað peninga og fara með þá aftur til baka til Póllands fyrir mann sem hann þekki í Póllandi. Hafi sá aðili átt bifreiðina sem mennirnir komu á. Hinn maðurinn hafi hins vegar haldið sig áfram við söguna af atvinnuleitinni á Íslandi. Hafi þeim verið uppálagt að keyra frá Seyðisfirði á höfuðborgarsvæðið þar sem þeir hafi átt að hitta aðila fyrir utan tiltekið hótel sem myndi afhenda þeim peningana sem þeir hafi átt að sækja. Fyrir þetta hafi hann þeir átt að fá greiddar samtals 15 þúsund zloty, rúmlega 435 þúsund íslenskar krónur. Báðir neita þeir að hafa vitað af amfetamínbasanum í bílnum. Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel áfram en að ljóst sé að fleiri aðilar tengist málinu. „Rannsókn lögreglu hafi miðað að því að hafa upp á þeim aðilum, en annar þeirra sé búsettur í Póllandi og hafi staðið fyrir því að kærðu komu hingað til lands á bifreiðinni sem fíkniefnin fundust í og hinn aðilann hafi kærðu átt að hitta hér á landi fyrir utan tiltekið hótel. Í samstarfi við pólsk yfirvöld sé enn unnið að því að afla upplýsinga um mögulega samverkamenn, en það hafi ekki borið árangur hingað til,“ segir í úrskurði Hæstaréttar. Ljóst sé að sama skapi að efnið sem þeir flutti hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi og að hið minnsta annar mannanna sé undir sterkum grun um að hafa framið brot sem gæti varðað allt að 12 ára fangelsi.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið um miðjan október. Tengdar fréttir Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í Norrænu Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 19. október 2017 18:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að flytja rúmlega 11 lítra af amfetamínbasa hingað til lands í byrjun október neita báðir að hafa vitað að þeir flyttu efnin. Um er að ræða sögulega mikið magn en samkvæmt hefðbundnum útreikningum væri að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti. Basanum hafði verið komið fyrir í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir óku frá Pólland í gegnum Þýskaland og Danmörku. Þaðan tóku þeir Norrænu til Seyðisfjarðar. Hæstiréttur úrskurðaði annan manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember en mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi og einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna undanfarnar vikur. Í úrskurðinum má meðal annars lesa að mennirnir hafa verið yfirheyrðir í þrígang og að framburður þeirra hafi tekið töluverðum breytingum á milli yfirheyrslna.Sjá einnig: Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í NorrænuUpphaflega hafi þeir báðir sagst hafa komið hingað frá Póllandi í leit að vinnu. Síðar viðurkenndi annar þeirra að að tilgangur ferðarinnar hingað til lands hafi verið að sækja hingað peninga og fara með þá aftur til baka til Póllands fyrir mann sem hann þekki í Póllandi. Hafi sá aðili átt bifreiðina sem mennirnir komu á. Hinn maðurinn hafi hins vegar haldið sig áfram við söguna af atvinnuleitinni á Íslandi. Hafi þeim verið uppálagt að keyra frá Seyðisfirði á höfuðborgarsvæðið þar sem þeir hafi átt að hitta aðila fyrir utan tiltekið hótel sem myndi afhenda þeim peningana sem þeir hafi átt að sækja. Fyrir þetta hafi hann þeir átt að fá greiddar samtals 15 þúsund zloty, rúmlega 435 þúsund íslenskar krónur. Báðir neita þeir að hafa vitað af amfetamínbasanum í bílnum. Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel áfram en að ljóst sé að fleiri aðilar tengist málinu. „Rannsókn lögreglu hafi miðað að því að hafa upp á þeim aðilum, en annar þeirra sé búsettur í Póllandi og hafi staðið fyrir því að kærðu komu hingað til lands á bifreiðinni sem fíkniefnin fundust í og hinn aðilann hafi kærðu átt að hitta hér á landi fyrir utan tiltekið hótel. Í samstarfi við pólsk yfirvöld sé enn unnið að því að afla upplýsinga um mögulega samverkamenn, en það hafi ekki borið árangur hingað til,“ segir í úrskurði Hæstaréttar. Ljóst sé að sama skapi að efnið sem þeir flutti hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi og að hið minnsta annar mannanna sé undir sterkum grun um að hafa framið brot sem gæti varðað allt að 12 ára fangelsi.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið um miðjan október.
Tengdar fréttir Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í Norrænu Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 19. október 2017 18:30 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Sjá meira
Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í Norrænu Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 19. október 2017 18:30