Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 13:31 Jón Ásgeir Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA „Ég velti fyrir mér hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessum dómi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í yfirlýsingu, sem hann birtir á nýjum vef sínum, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum og Tryggva Jónssyni fyrir íslenskum dómstólum. Um var að ræða málaferli tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélags Gaums. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu ásamt Kristínu Jóhannesdóttur skilorðsbundinn dóm árið 2013 fyrir skattalagabrot, en þeir kærðu dóminn til Mannréttindadómstólsins þar sem þeir sögðu málið brjóta gegn meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð. Áður höfðu þeir verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Á vef sínum veltir Jón Ásgeir fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á síendurteknum mannréttindabrotum íslenskra yfirvalda. „Ég hef ekki kynnt mér efni dómsins til hlítar en þetta eru virkilega góðar fréttir. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart enda er hún í samræmi við fyrri dóma mannréttindadómstólsins sem kveðnir hafa verið upp allt frá árinu 2009. Mér finnst umhugsunarefni að hér á landi var engu breytt í refsimeðferð skattamála þótt mál mitt hefði verið tekið til efnismeðferðar hjá mannréttindadómstólnum og fyrir lægju fordæmi um að íslenska kerfið stæðist ekki. Ríkin í kringum okkur brugðust allt öðru vísi við og reyndi að aðlaga sína framkvæmd niðurstöðum mannréttindadómstólsins. Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórnvalda í réttarsölum landsins undanfarin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á tilfinningunni að pottur væri brotin í íslensku réttarkerfi. Niðurstaðan staðfestir þennan grun minn og staðfestir líka sem betur fer að íslenska réttarkerfið er ekki, eitt réttarkerfa í Evrópu, undanþegið Mannréttindasáttamála Evrópu,“ segir Jón. Hann spyr hvort fyrrverandi eða núverandi ráðherrar og stjórnmálamenn, héraðsdómarar eða hæstaréttardómarar, fyrrverandi og núverandi, muni sæta ábyrgð. „Ef enginn ber ábyrgð á rangindunum er ég hræddur um að ekkert breytist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið. Nú tekur við hjá mér að skoða dóminn frá öllum hliðum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin.“ Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessum dómi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í yfirlýsingu, sem hann birtir á nýjum vef sínum, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum og Tryggva Jónssyni fyrir íslenskum dómstólum. Um var að ræða málaferli tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélags Gaums. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu ásamt Kristínu Jóhannesdóttur skilorðsbundinn dóm árið 2013 fyrir skattalagabrot, en þeir kærðu dóminn til Mannréttindadómstólsins þar sem þeir sögðu málið brjóta gegn meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð. Áður höfðu þeir verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Á vef sínum veltir Jón Ásgeir fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á síendurteknum mannréttindabrotum íslenskra yfirvalda. „Ég hef ekki kynnt mér efni dómsins til hlítar en þetta eru virkilega góðar fréttir. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart enda er hún í samræmi við fyrri dóma mannréttindadómstólsins sem kveðnir hafa verið upp allt frá árinu 2009. Mér finnst umhugsunarefni að hér á landi var engu breytt í refsimeðferð skattamála þótt mál mitt hefði verið tekið til efnismeðferðar hjá mannréttindadómstólnum og fyrir lægju fordæmi um að íslenska kerfið stæðist ekki. Ríkin í kringum okkur brugðust allt öðru vísi við og reyndi að aðlaga sína framkvæmd niðurstöðum mannréttindadómstólsins. Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórnvalda í réttarsölum landsins undanfarin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á tilfinningunni að pottur væri brotin í íslensku réttarkerfi. Niðurstaðan staðfestir þennan grun minn og staðfestir líka sem betur fer að íslenska réttarkerfið er ekki, eitt réttarkerfa í Evrópu, undanþegið Mannréttindasáttamála Evrópu,“ segir Jón. Hann spyr hvort fyrrverandi eða núverandi ráðherrar og stjórnmálamenn, héraðsdómarar eða hæstaréttardómarar, fyrrverandi og núverandi, muni sæta ábyrgð. „Ef enginn ber ábyrgð á rangindunum er ég hræddur um að ekkert breytist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið. Nú tekur við hjá mér að skoða dóminn frá öllum hliðum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin.“
Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47