Húsnæðismarkaðurinn: Leitin að öryggistilfinningu leiðir til óhóflegrar skuldsetningar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 16:07 Una Jónsdóttir hagfræðingur. Vísir Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira