Skýr merki um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 10:33 Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Vísir/pjetur Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“ Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“
Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00
Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15
Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00