Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Frá sjókvíaeldi í Berufirði. Stefnt er að því að ákveðin svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu. vísir/gva Starfsemi sjókvíaeldis verður gerð skrásetningarskyld og boðin út nái tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi fram að ganga. Þá verður auðlindagjald, allt að fimmtán krónur á hvert framleitt kíló af laxi, lagt á. Hópurinn skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra málaflokksins, kynnti efni skýrslunnar á fundi í ráðuneytinu í gær. Sagði hún við það tilefni að það markaði tímamót að fulltrúar fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa hefðu komist að því samkomulagi sem felst í niðurstöðu hópsins. Auk hagsmunaaðila áttu sæti í hópnum sérfræðingar frá MATÍS, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu. Tillögur hópsins eru alls tuttugu.Þorgerður Katrín kynnir skýrsluna í gær. Til hægri má sjá Baldur P. Erlingsson formann starfshópsins.vísir/anton brink „Með tillögunum er leitast eftir því að útrýma því „villta vesturs ástandi“ sem ríkt hefur í greininni,“ sagði ráðherra á fundinum í gær. Vísar hún til þess að hingað til hafi þeir sem vilja hefja fiskeldi valið sér staðsetningu og sótt um framleiðsluleyfi. Fyrirhugað sé að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til þess að álitamálum um leyfisveitingar og staðsetningu eldiskvía fækki. Lagt er til að auðlindagjald verði lagt á nýtingu eldissvæða í sjó. Framleiðendur sem stunda eldi á ófrjóum fiski, eða stefna að slíku eldi, munu tímabundið geta fengið gjaldið niðurfellt í heild eða að hluta. Áætlað er að gjaldið geti skilað allt að milljarði króna ár hvert í ríkiskassann. Sú upphæð miðast við að framleidd séu yfir 67 þúsund tonn ár hvert. Stefnt er að því að gjaldið renni til uppbyggingar innviða á fiskeldissvæðum. Eftirlit með eldinu verður fært frá Matvælastofnun (MAST) til Umhverfisstofnunar. Upplýsingagjöf með niðurstöðum eftirlits verður gerð rafræn og opinber og allt ferlið gagnsærra. Þá verður MAST gert skylt að birta ákvarðanir um þvingunaraðgerðir og viðurlög, ólíkt því sem fólk hefur vanist úr landbúnaði. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í gær og er stefnt að því að nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir þingið fyrir lok haustþings. Ráðherrann vonar að málið verði unnið í sameiningu inni á þinginu. „Ég bind vonir við það að þessi skýrsla verði ákveðinn grundvöllur sem mun stuðla að því að það verði meiri sátt um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en áður,“ sagði Þorgerður Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Starfsemi sjókvíaeldis verður gerð skrásetningarskyld og boðin út nái tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi fram að ganga. Þá verður auðlindagjald, allt að fimmtán krónur á hvert framleitt kíló af laxi, lagt á. Hópurinn skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra málaflokksins, kynnti efni skýrslunnar á fundi í ráðuneytinu í gær. Sagði hún við það tilefni að það markaði tímamót að fulltrúar fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa hefðu komist að því samkomulagi sem felst í niðurstöðu hópsins. Auk hagsmunaaðila áttu sæti í hópnum sérfræðingar frá MATÍS, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu. Tillögur hópsins eru alls tuttugu.Þorgerður Katrín kynnir skýrsluna í gær. Til hægri má sjá Baldur P. Erlingsson formann starfshópsins.vísir/anton brink „Með tillögunum er leitast eftir því að útrýma því „villta vesturs ástandi“ sem ríkt hefur í greininni,“ sagði ráðherra á fundinum í gær. Vísar hún til þess að hingað til hafi þeir sem vilja hefja fiskeldi valið sér staðsetningu og sótt um framleiðsluleyfi. Fyrirhugað sé að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til þess að álitamálum um leyfisveitingar og staðsetningu eldiskvía fækki. Lagt er til að auðlindagjald verði lagt á nýtingu eldissvæða í sjó. Framleiðendur sem stunda eldi á ófrjóum fiski, eða stefna að slíku eldi, munu tímabundið geta fengið gjaldið niðurfellt í heild eða að hluta. Áætlað er að gjaldið geti skilað allt að milljarði króna ár hvert í ríkiskassann. Sú upphæð miðast við að framleidd séu yfir 67 þúsund tonn ár hvert. Stefnt er að því að gjaldið renni til uppbyggingar innviða á fiskeldissvæðum. Eftirlit með eldinu verður fært frá Matvælastofnun (MAST) til Umhverfisstofnunar. Upplýsingagjöf með niðurstöðum eftirlits verður gerð rafræn og opinber og allt ferlið gagnsærra. Þá verður MAST gert skylt að birta ákvarðanir um þvingunaraðgerðir og viðurlög, ólíkt því sem fólk hefur vanist úr landbúnaði. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í gær og er stefnt að því að nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir þingið fyrir lok haustþings. Ráðherrann vonar að málið verði unnið í sameiningu inni á þinginu. „Ég bind vonir við það að þessi skýrsla verði ákveðinn grundvöllur sem mun stuðla að því að það verði meiri sátt um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en áður,“ sagði Þorgerður Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira