Innlent

Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson
 „Ekki verður séð að á vegum og vettvangi samtakanna hafi verið unnið starf sem hafi haft sérstaka þýðingu fyrir hagsmuni Skagafjarðar og réttlæti háar greiðslur til reksturs þeirra,“ segir í bókun Bjarna Jónssonar, fiskifræðings og fulltrúa VG í byggðaráði Skagafjarðar, þar sem í gær var ræddur aukaaðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. Á aukaaðalfundinum eigi að taka fyrir breytingar þannig að hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo „lagar­eldissveitarfélög“ geti gengið formlega í þau.

„Ekki verður séð að það muni skerpa á starfi samtakanna og upprunalegum tilgangi að útvíkka enn frekar hlutverk þeirra og fara mögulega að beita þeim í hagsmunagæslu fyrir sjókvía­eldi á frjóum norskum laxi. Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af,“ segir í bókun Bjarna sem kveður hagsmuni þessara bænda geta verið í hættu ef ekki verði varlega farið í uppbyggingu frekara fiskeldis við strendur landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×