Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2017 14:33 Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. „Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.” Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.”
Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira