Telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. febrúar 2017 14:03 Samtökin 78 telja útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Vísir/Stefán Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“ Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“
Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14