Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2017 14:14 Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, setti fundinn. Vísir/Eyþór/Ernir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira