Ferðaþjónustan segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2017 19:30 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar VÍSIR/ERNIR Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir. Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir.
Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira