Ferðaþjónustan segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2017 19:30 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar VÍSIR/ERNIR Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira