Innlent

Eldur í klæðningu Kjarnans

Þórdís Valsdóttir skrifar
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru í Kjarnanum. Eldur logar í klæðiningu hússins.
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru í Kjarnanum. Eldur logar í klæðiningu hússins. Vísir/Stefán Óli
Eldur logar í klæðningu á Þjónustumiðstöðinni Kjarna við Þverholt í Mosfellsbæ.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru tvær stöðvar og körfubíll að koma á staðinn og upplýsingar um eldinn eru takmarkaðar eins og er. 

Eldurinn er í klæðningu hússins og erfitt er að segja til um umfang hans. Klæðningar hússins verða opnaðar til þess að sjá undir þær en ekki er talið að eldurinn nái inn í húsið.

Að sögn slökkviliðsins eru tvær slökkvistöðvar til viðbótar í viðbragðsstöðu. 

Uppfært klukkan 21:40:



Slökkviliðið hefur náð að slökkva eldinn. Enn er einn bíll á staðnum frá slökkviliðinu og unnið er að frágangi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×