Hélt að hún yrði bara þingmaður í sex klukkutíma Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 12:53 Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir er nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Vísir/Pjetur „Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
„Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55
Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels