Hélt að hún yrði bara þingmaður í sex klukkutíma Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 12:53 Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir er nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Vísir/Pjetur „Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55
Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48