Innlent

Sérsveitin aðstoðaði við handtöku þriggja manna í Árborg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í Árborg í kvöld.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í Árborg í kvöld. Vísir/Eyþór
Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna á Suðurlandi við handtöku þriggja aðila í gömlu sumarhúsi í Árborg í kvöld. Mennirnir höfðu fyrr um daginn verið á ferð vopnaðir haglabyssu, án þess þó að ógna öðrum með henni, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem birt var á níunda tímanum í kvöld.

Mennirnir eru taldir hafa verið í mikilli óreglu en ákveðið var að gæta allrar varúðar við handtökuna vegna ástands þeirra. Þá eru mennirnir taldir tengjast öðrum óupplýstum málum, m.a. innbroti þar sem skotvopnum var stolið.

Hin handteknu verða flutt á lögreglustöð á Selfossi og vettvangi verður lokað vegna rannsóknar málsins. Ekki er unnt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi má lesa í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×