Fatlaður fær kennslu eftir áralanga baráttu Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Kristján Logi þarf á mikilli aðstoð að halda. Akureyrarbær hefur nú viðurkennt rétt hans til sjúkrakennslu utan skóla. vísir/auðunn Akureyrarbær hefur viðurkennt rétt fjölfatlaðs drengs til heimakennslu í veikindum. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að bæjaryfirvöld hefðu neitað honum um kennslu og viljað skoða rétt sveitarfélagsins. Kostnaður fylgir því að kenna barni fjarri skólastofnun. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn. Akureyrarbær neitaði Kristjáni Loga um þessi réttindi sín og ákváðu foreldrar hans að skjóta málinu til menntamálaráðuneytisins. Á fundi foreldra með bæjaryfirvöldum, lögfræðingi sveitarfélagsins, fræðslustjóra og formanni fræðsluráðs í vikunni kom fram að unnið yrði að málinu svo tryggt væri að réttindi hans yrðu virt á næsta skólaári. „Lagalegur réttur hans á sjúkrakennslu var viðurkenndur á fundi með bæjaryfirvöldum í vikunni,“ segir Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir drengsins. „Okkur var lofað að hann muni fá sjúkrakennslu hér eftir og að fyrir næsta skólaár verði tilbúið verkferli, sem við höfum nú kallað eftir í nokkur ár, um útfærslu sjúkrakennslunnar.“ Samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir á nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. Foreldrarnir eru að vonum ánægðir með málalyktir. „Þó það sé erfitt að þurfa að ganga svona langt til að tryggja réttindi barnsins er ljóst að það þurfti. Nú vonum við að þetta komi til með að standa næsta vetur,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, sagði á sínum tíma bæinn ekki geta veitt þessa þjónustu og vitnaði til fordæma í Reykjavík. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ sagði Soffía. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Akureyrarbær hefur viðurkennt rétt fjölfatlaðs drengs til heimakennslu í veikindum. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að bæjaryfirvöld hefðu neitað honum um kennslu og viljað skoða rétt sveitarfélagsins. Kostnaður fylgir því að kenna barni fjarri skólastofnun. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn. Akureyrarbær neitaði Kristjáni Loga um þessi réttindi sín og ákváðu foreldrar hans að skjóta málinu til menntamálaráðuneytisins. Á fundi foreldra með bæjaryfirvöldum, lögfræðingi sveitarfélagsins, fræðslustjóra og formanni fræðsluráðs í vikunni kom fram að unnið yrði að málinu svo tryggt væri að réttindi hans yrðu virt á næsta skólaári. „Lagalegur réttur hans á sjúkrakennslu var viðurkenndur á fundi með bæjaryfirvöldum í vikunni,“ segir Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir drengsins. „Okkur var lofað að hann muni fá sjúkrakennslu hér eftir og að fyrir næsta skólaár verði tilbúið verkferli, sem við höfum nú kallað eftir í nokkur ár, um útfærslu sjúkrakennslunnar.“ Samkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir á nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. Foreldrarnir eru að vonum ánægðir með málalyktir. „Þó það sé erfitt að þurfa að ganga svona langt til að tryggja réttindi barnsins er ljóst að það þurfti. Nú vonum við að þetta komi til með að standa næsta vetur,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, sagði á sínum tíma bæinn ekki geta veitt þessa þjónustu og vitnaði til fordæma í Reykjavík. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ sagði Soffía.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála. 28. apríl 2017 07:00